Lífið

Manda á tímamótum

Marín Manda leitar nú að arftaka netverslunarinnar sinnar.
Fréttablaðið/Valli
Marín Manda leitar nú að arftaka netverslunarinnar sinnar. Fréttablaðið/Valli
„Mér finnst tími til kominn að fara að elta nýja drauma,“ segir Marín Manda Magnúsdóttir, sem nýlega ákvað að selja netverslun sína, Baby Kompagniet.

Marín Manda segir nokkrar ástæður fyrir því að hún ákvað að selja fyrirtækið, en hún hefur rekið það í tæp fjögur ár. „Fyrir rúmlega hálfu ári tók ég við stöðu sem deildarstjóri barnadeildar Bahne-fatakeðjunnar hér í Kaupmannahöfn, en Bahne-keðjan er með mörg af betri barnafatamerkjunum í dag. Samhliða nýja starfinu hef ég verið að reka Baby Kompagniet og sjá um börnin mín,“ segir Marín, en hún og danskur sambýlismaður hennar eiga tvö lítil börn.

„Ég er mjög ánægð með nýja starfið þrátt fyrir að vera að kafna í vinnu. Ég fann fyrir því hvað ég var farin að sakna þess að vinna með fólki, svo nú er ég tilbúin að stíga skrefið og finna arftaka Baby Kompagniet,“ segir Marín.

Marín segist vel geta hugsað sér að flytja til Íslands á næstu árum. „Ég er búin að búa í Kaupmannahöfn í rúmlega níu ár og á mína fjölskyldu hér.

Undanfarið hef ég samt fengið meiri heimþrá en nokkurn tímann áður,“ segir Marín en bætir við að útlandakaflanum í hennar lífi sé þó ekki alveg lokið.

Þeim sem áhuga hafa á Baby Kompagniet er bent á að hafa samband við Marín á netfangið info@baby-kompagniet.dk. „Hver veit nema sá draumur leynist hjá einhverjum að fara í sjálfstæðan rekstur,“ segir Marín að lokum.

- ka





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.