Innlent

„Að sjálfsögðu ósigur fyrir okkur"

Jóhannes Árnason verjandi skuldarans í málinu.
Jóhannes Árnason verjandi skuldarans í málinu.

Jóhannes Árnason, verjandi skuldarans í Lýsingarmálinu svokallaða, segir dóminn ósigur fyrir skuldarann. Hann ætlar að áfrýja málinu til Hæstaréttar.

„Að sjálfsögðu er þetta ósigur fyrir okkur því við teljum að samningsákvæðin eigi að gilda," segir Jóhannes. Spurður hvaða fordæmisgildi dómurinn hefur segir Jóhannes dóminn afar mikilvægann og hann eigi von á því að þessu máli verði áfrýjað til Hæstaréttar.

„Vonandi fæst niðurstaða í málið strax í haust."








Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×