Tólf kíló fokin af kónginum 23. desember 2010 06:00 Jólin eru mikill annatími hjá Bubba Morthens, hann spilar á þorláksmessutónleikum í kvöld og svo á Litla-Hrauni á aðfangadag. Hann er búinn að missa tólf kíló síðan í september en honum fannst þyngdin þá vera farin að há sér í söngnum. Fréttablaðið/Valli „Jú, ég er orðinn svolítið lúinn á aðfangadag. Ég reyni yfirleitt að leggja mig með börnunum í klukkutíma en ef það tekst ekki er ég orðinn eilítið þreyttur um kvöldið,“ segir Bubbi Morthens, sem hefur verið á þönum fyrir hver jól síðustu 26 ár. Í kvöld spilar Bubbi á sínum árlegu Þorláksmessutónleikum í Háskólabíói og í fyrramálið leggur hann af stað austur fyrir fjall og spilar fyrir fangana á Litla-Hrauni ásamt nokkrum vel völdum listamönnum. Bubbi hefur farið á Hraunið síðan 1984 og hefur margoft lýst því yfir að jólin komi ekki fyrr en græna hliðið á Litla-Hrauni lokist fyrir aftan hann. „Þá fer maður heim, fullur þakklætis. Það er því bæði gott fyrir mig og gott fyrir fangana að við hittumst þarna á aðfangadag.“ Bubbi, sem varð 54 ára í ár, segist vera í góðu líkamlegu standi fyrir jólatörnina. „Ég verð að vera í góðu formi til að geta sungið, það er algjört lykilatriði,“ segir Bubbi, sem byrjaði í heljarinnar átaki í september þegar hann var orðinn yfir hundrað kíló. Og fannst sú þyngd vera farin að bitna á röddinni. „Ég á það til að sleppa mér alveg en nú er ég kominn í 89, búinn að missa tólf kíló.“ Hann breytti mataræðinu, tók út brauðmeti og byrjaði að gæða sér á ávaxtadrykkjum, eplum og döðlum. „Og svo vakna ég eldsnemma til að æfa á fastandi maga, sem er síður en svo auðvelt. Brennslan verður hins vegar skilvirkari.“ Bubbi boxar þrisvar í viku og hefur þá hljóðbók í eyrunum, annað hvort Egilssögu eða Góða dátann Svejk, og svo horfir hann á heimildarmyndir á meðan hann hjólar í einn og hálfan tíma. Hann er með góða æfingaaðstöðu heima hjá sér, bílskúr og heilt fjall. „Ég er í sérstökum hitagalla, hettupeysu yfir hann og svo húfu þannig að ég steiki mig alveg.“ Bubbi segist því líkamlega vera fertugur og finnst lítið mál að koma sér aftur í form. „Þetta snýst allt um aga. Ef maður á mínum aldri hreyfir sig ekki þá fitnar hann bara. Maður veit auðvitað aldrei hvenær stóra kallið kemur en ég held að maður ráði helvíti miklu um hvað maður verður gamall.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira
„Jú, ég er orðinn svolítið lúinn á aðfangadag. Ég reyni yfirleitt að leggja mig með börnunum í klukkutíma en ef það tekst ekki er ég orðinn eilítið þreyttur um kvöldið,“ segir Bubbi Morthens, sem hefur verið á þönum fyrir hver jól síðustu 26 ár. Í kvöld spilar Bubbi á sínum árlegu Þorláksmessutónleikum í Háskólabíói og í fyrramálið leggur hann af stað austur fyrir fjall og spilar fyrir fangana á Litla-Hrauni ásamt nokkrum vel völdum listamönnum. Bubbi hefur farið á Hraunið síðan 1984 og hefur margoft lýst því yfir að jólin komi ekki fyrr en græna hliðið á Litla-Hrauni lokist fyrir aftan hann. „Þá fer maður heim, fullur þakklætis. Það er því bæði gott fyrir mig og gott fyrir fangana að við hittumst þarna á aðfangadag.“ Bubbi, sem varð 54 ára í ár, segist vera í góðu líkamlegu standi fyrir jólatörnina. „Ég verð að vera í góðu formi til að geta sungið, það er algjört lykilatriði,“ segir Bubbi, sem byrjaði í heljarinnar átaki í september þegar hann var orðinn yfir hundrað kíló. Og fannst sú þyngd vera farin að bitna á röddinni. „Ég á það til að sleppa mér alveg en nú er ég kominn í 89, búinn að missa tólf kíló.“ Hann breytti mataræðinu, tók út brauðmeti og byrjaði að gæða sér á ávaxtadrykkjum, eplum og döðlum. „Og svo vakna ég eldsnemma til að æfa á fastandi maga, sem er síður en svo auðvelt. Brennslan verður hins vegar skilvirkari.“ Bubbi boxar þrisvar í viku og hefur þá hljóðbók í eyrunum, annað hvort Egilssögu eða Góða dátann Svejk, og svo horfir hann á heimildarmyndir á meðan hann hjólar í einn og hálfan tíma. Hann er með góða æfingaaðstöðu heima hjá sér, bílskúr og heilt fjall. „Ég er í sérstökum hitagalla, hettupeysu yfir hann og svo húfu þannig að ég steiki mig alveg.“ Bubbi segist því líkamlega vera fertugur og finnst lítið mál að koma sér aftur í form. „Þetta snýst allt um aga. Ef maður á mínum aldri hreyfir sig ekki þá fitnar hann bara. Maður veit auðvitað aldrei hvenær stóra kallið kemur en ég held að maður ráði helvíti miklu um hvað maður verður gamall.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira