Innlent

Slapp lítið meiddur eftir mótorhjólaslys

Ökumaður mótorhjóls slapp lítið meiddur eftir að hann missti stjórn á hjóli sínu í lausamöl í vegkanti Nesjavallavegar laust fyrir miðnætti og hafnaði utan vegar. Hann var flulttur á slysadeild Landsspítalans til aðhlynningar og skoðunar.

Ungur iðnaðarmaður öklabrotnaði þegar hann féll nokkra metra milli hæða í nýbyggingu íþróttamannvirkis í Kórahverfi í Kópavogi í gærkvöldi. Hann var fluttur á slysadeild og mun Vinnueftirlitið kanna vettvang í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×