Um 14% drengja telja að konur eigi ekki að vinna úti 9. nóvember 2010 04:15 Andrea Hjálmsdóttir Þrátt fyrir nýbirta skýrslu þar sem fram kemur að jafnrétti kynjanna sé meira hér á landi en annars staðar virðist viðhorf íslenskra ungmenna vera á skjön við það. Félagsfræðingur kallar eftir aðgerðum innan skólakerfisins. Í nýlegri skýrslu Rannsókna & greiningar fyrir Norðurlandaráð, þar sem leitast var við að kanna hagi, líðan og lífsstíl norrænna ungmenna á aldrinum sextán til nítján ára, kemur fram að viðhorf íslenskra ungmenna samræmist vart opinberri stefnu í jafnréttismálum. Til dæmis telur nær helmingur íslenskra drengja á þessu aldursbili að konur eigi að vera heima með börnum þegar þau eru ung, og jafnvel eru fjórtán prósent drengja fylgjandi því að konur eigi alls ekki að vinna úti. Þegar drengir eru spurðir hvort eigi að ráða meiru í sambúð manns og konu segja 38 prósent að það sé maðurinn, en 7,3 prósent stúlkna eru á þeirri skoðun. Þrátt fyrir allt er mikill meirihluti beggja kynja engu síður á þeirri skoðun að jafnrétti eigi að vera á milli kynjanna, eða 88 prósent drengja og 96 prósent kvenna. Þessi afstaða íslenskra ungmenna er ekkert einsdæmi því að hún er í öllum aðalatriðum í samræmi við hin Norðurlöndin sem tóku þátt í þessari könnun. Andrea Hjálmsdóttir, félagsfræðingur og lektor við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, segir þessa niðurstöðu ekki koma sér á óvart, enda sé hún í samræmi við hennar eigin kannanir á viðhorfum unglinga til verkaskiptingar innan heimilisins. „Við erum með mjög gott formlegt jafnrétti og góð lög, en okkur hefur gengið illa að ná raunverulegu réttlæti, til dæmis að leiðrétta launamun milli kynjanna. Við tölum alltaf eins og við höfum í raun náð jafnrétti og það litla sem vanti upp á komi svo sjálfkrafa með næstu kynslóðum. Það er sú orðræða sem er í gangi í samfélaginu, en allar niðurstöður undanfarið benda til þess að við þurfum að gera eitthvað í málinu." Andrea leggur áherslu á að þrátt fyrir að foreldrar eigi að axla sína ábyrgð sé skólakerfið lykilatriði til framfara og þá helst að kennaranemar læri kynjafræði til að geta svo kennt það í skólunum. „Við verðum að fá skólakerfið með okkur til að fræða börn um það hvernig samfélagið virkar í raun og hvernig væri æskilegt að það væri. Annars náum við ekki fram neinum raunverulegum breytingum." thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Sjá meira
Þrátt fyrir nýbirta skýrslu þar sem fram kemur að jafnrétti kynjanna sé meira hér á landi en annars staðar virðist viðhorf íslenskra ungmenna vera á skjön við það. Félagsfræðingur kallar eftir aðgerðum innan skólakerfisins. Í nýlegri skýrslu Rannsókna & greiningar fyrir Norðurlandaráð, þar sem leitast var við að kanna hagi, líðan og lífsstíl norrænna ungmenna á aldrinum sextán til nítján ára, kemur fram að viðhorf íslenskra ungmenna samræmist vart opinberri stefnu í jafnréttismálum. Til dæmis telur nær helmingur íslenskra drengja á þessu aldursbili að konur eigi að vera heima með börnum þegar þau eru ung, og jafnvel eru fjórtán prósent drengja fylgjandi því að konur eigi alls ekki að vinna úti. Þegar drengir eru spurðir hvort eigi að ráða meiru í sambúð manns og konu segja 38 prósent að það sé maðurinn, en 7,3 prósent stúlkna eru á þeirri skoðun. Þrátt fyrir allt er mikill meirihluti beggja kynja engu síður á þeirri skoðun að jafnrétti eigi að vera á milli kynjanna, eða 88 prósent drengja og 96 prósent kvenna. Þessi afstaða íslenskra ungmenna er ekkert einsdæmi því að hún er í öllum aðalatriðum í samræmi við hin Norðurlöndin sem tóku þátt í þessari könnun. Andrea Hjálmsdóttir, félagsfræðingur og lektor við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, segir þessa niðurstöðu ekki koma sér á óvart, enda sé hún í samræmi við hennar eigin kannanir á viðhorfum unglinga til verkaskiptingar innan heimilisins. „Við erum með mjög gott formlegt jafnrétti og góð lög, en okkur hefur gengið illa að ná raunverulegu réttlæti, til dæmis að leiðrétta launamun milli kynjanna. Við tölum alltaf eins og við höfum í raun náð jafnrétti og það litla sem vanti upp á komi svo sjálfkrafa með næstu kynslóðum. Það er sú orðræða sem er í gangi í samfélaginu, en allar niðurstöður undanfarið benda til þess að við þurfum að gera eitthvað í málinu." Andrea leggur áherslu á að þrátt fyrir að foreldrar eigi að axla sína ábyrgð sé skólakerfið lykilatriði til framfara og þá helst að kennaranemar læri kynjafræði til að geta svo kennt það í skólunum. „Við verðum að fá skólakerfið með okkur til að fræða börn um það hvernig samfélagið virkar í raun og hvernig væri æskilegt að það væri. Annars náum við ekki fram neinum raunverulegum breytingum." thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Sjá meira