Hannar jakka frægu karlanna 23. október 2010 10:00 Allir eins, og þó Jakob Frímann er nýjasti aðdáandi þessarar flíkur eftir Olgeir Líndal.Fréttablaðið/Stefán Hvað skyldu sjónvarpsmaðurinn Sigmar Guðmundsson, knattspyrnukempan Hermann Hreiðarsson, miðborgarstjórinn Jakob Frímann Magnússon, myndlistarmaðurinn Tolli og borgarstjórinn Jón Gnarr eiga sameiginlegt? Þeir klæðast alltaf jakka frá íslenska fatahönnunarmerkinu Private Label við opinberar athafnir eða beinar útsendingar. Jakob Frímann var síðast myndaður í þessum jakka fyrir föstudagsviðtal Fréttablaðsins en áður hefur verið fjallað um dálæti borgarstjórans á þessari hönnun. Hermann Hreiðarsson á hins vegar nokkra jakka af þessari gerð. „Þeir eru búnir að vera feykilega vinsælir en það er gaman að segja frá því að helmingur þeirra hefur verið keyptur af útlendingum,“ segir Olgeir Líndal, hönnuður jakkanna og verslunarstjóri Kúltúr Menn í Kringlunni. Hann hyggst setja á markað buxur í stíl við jakkana og ef að líkum lætur verða þær einnig rifnar út en sumir hafa jafnvel gengið svo langt að líkja þessu æði við Dead-jakkana eftir Jón Sæmund Auðarson sem allir klæddust fyrir nokkrum árum. Olgeir er búinn að vera lengi í fatahönnunarbransanum og þegar tækifærið gafst til að hanna línuna stökk hann til. „Við áttum efnin í hana og saumastofuna og með smá þrýstingi hafðist þetta,“ útskýrir Olgeir en jakkarnir eru sniðnir af Tómasi Sveinbjörnssyni. Að sögn Olgeirs er grunnefnið aldrei það sama og hann hefur nú hannað hátt í fjörutíu og fimm mismunandi tegundir.- fgg Lífið Menning Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira
Hvað skyldu sjónvarpsmaðurinn Sigmar Guðmundsson, knattspyrnukempan Hermann Hreiðarsson, miðborgarstjórinn Jakob Frímann Magnússon, myndlistarmaðurinn Tolli og borgarstjórinn Jón Gnarr eiga sameiginlegt? Þeir klæðast alltaf jakka frá íslenska fatahönnunarmerkinu Private Label við opinberar athafnir eða beinar útsendingar. Jakob Frímann var síðast myndaður í þessum jakka fyrir föstudagsviðtal Fréttablaðsins en áður hefur verið fjallað um dálæti borgarstjórans á þessari hönnun. Hermann Hreiðarsson á hins vegar nokkra jakka af þessari gerð. „Þeir eru búnir að vera feykilega vinsælir en það er gaman að segja frá því að helmingur þeirra hefur verið keyptur af útlendingum,“ segir Olgeir Líndal, hönnuður jakkanna og verslunarstjóri Kúltúr Menn í Kringlunni. Hann hyggst setja á markað buxur í stíl við jakkana og ef að líkum lætur verða þær einnig rifnar út en sumir hafa jafnvel gengið svo langt að líkja þessu æði við Dead-jakkana eftir Jón Sæmund Auðarson sem allir klæddust fyrir nokkrum árum. Olgeir er búinn að vera lengi í fatahönnunarbransanum og þegar tækifærið gafst til að hanna línuna stökk hann til. „Við áttum efnin í hana og saumastofuna og með smá þrýstingi hafðist þetta,“ útskýrir Olgeir en jakkarnir eru sniðnir af Tómasi Sveinbjörnssyni. Að sögn Olgeirs er grunnefnið aldrei það sama og hann hefur nú hannað hátt í fjörutíu og fimm mismunandi tegundir.- fgg
Lífið Menning Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira