Innlent

Þráinn Bertelsson genginn í VG

Þráinn Bertelsson sem kjörinn var á þing fyrir Borgarahreyfinguna en hefur verið utan flokka síðustu misseri hefur gengið til liðs við Vinstrihreyfinguna - grænt framboð. Þetta var tilkynnt við upphaf þingfundar í morgun. Ekki hefur náðst í Þráinn í dag.

Í tilkynningu frá þingflokki VG er Þráinn boðinn velkominn í hóp þingmanna flokksins og fagnar flokkurinn liðsstyrknum sem honum fylgir.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.