Innlent

Villtust á Fimmvörðuhálsi

Björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út upp úr miðnætti til að leita að tveimur íslenskum göngumönnum á Fimmvörðuhálsi, sem höfðu villst í þoku og kallað eftir hjálp. Björgunarsveitarmenn voru í stöðugu sambandi við göngumennina og gátu loks vísað þyrlunni á þá.

Þeir voru teknir um borð og fluttir niður í Bása í Þórsmörk, þangað sem komið var um tvö leitið í nótt. Ekkert amaði að mönnunum, sem voru vel búnir og vanir göngumenn






Fleiri fréttir

Sjá meira


×