Gefur kraft að finna stuðning frá Íslandi 16. janúar 2010 04:00 Ólafur Loftsson, til vinstri, og Gísli Rafn Ólafsson, stjórnendur íslensku rústabjörgunarsveitarinnar, eru nú hluti af samhæfingarteymi Sameinuðu þjóðanna á Haítí. Fréttablaðið/ValLI „Menn eru mjög ánægðir í svona leiðangri ef þeir ná að bjarga einum. Þannig að við erum mjög ánægðir með þann árangur sem við höfum náð nú þegar," sagði Lárus Björnsson, fjarskiptamaður hjá íslensku Alþjóðasveitinni í gær. Í gærmorgun höfðu alþjóðlegar rústabjörgunarsveitir fundið samtals um tuttugu manns á lífi í húsarústum í höfuðborginni Port-au-Prince á Haítí. Þeirra á meðal voru konurnar þrjár sem íslenska sveitin bjargaði úr rústum Caribbean-matvælamarkaðarins. Fréttablaðið ræddi við Lárus Björnsson klukkan átján í gær að íslenskum tíma eða klukkan eitt um hádegi á Haítí. Um morguninn var íslenska sveitin pöruð saman við björgunarsveit frá Flórída og sveitirnar fengu úthlutað einu af 22 skilgreindum leitarrsvæðum í Port-au-Prince. „Þeir eru að keyra um og skoða hvar þörf er á aðstoð og aðstoða þar sem þörf er á," sagði Lárus. Að sögn Lárusar er unnið í samvinnu við heimamenn eins og hægt sé. „Þeir eru náttúrulega daprir en hafa tekið okkur mjög vel," sagði Lárus sem kvað fara vel mjög vel um Íslendinganna þótt hitinn væri 35 stig og mikill raki í lofti. „Við erum með búðir í útjaðri flugvallarins og þar eru allar alþjóðasveitirnar komnar á sama punktinn. Sameinuðu þjóðirnar eru komnar. Við lánuðum þeim eitt tjald til að stjórna sínum aðgerðum. Hjálpargögn eru að streyma að. Við heyrum reglulega í stórum vélum að lenda." Ólafur Loftsson, einn stjórnenda íslensku sveitarinnar, sagði skipulag björgunarstarfsins fara ört batnandi. Sérstök sveit samhæfi aðgerðir og samstarf björgunarsveita frá ýmsum löndum undir merkjum Sameinuðu þjóðanna. Stjórnendur íslensku sveitarinnar voru kallaðir að því starfi enda margreyndir úr alþjóðlegu samstarfi. Unnið væri að því að koma upp færanlegum sjúkrastöðvum og öðru til að bæta aðhlynningu fórnarlamba og koma í veg fyrir frekara neyðarástand. „Ég hef grun um að þegar maður verður kominn heim og fer að draga andann og fer að fá fjarlægð frá þessu þá upplifi maður þetta sterkar," sagði Ólafur „en núna einbeitir maður sér að verkefninu. Það þarf að fara í gegnum þetta. En það gefur okkur aukinn kraft að finna að fólkið heima er með okkur í þessu." peturg@frettabladid.is gar@frettabladid.is Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
„Menn eru mjög ánægðir í svona leiðangri ef þeir ná að bjarga einum. Þannig að við erum mjög ánægðir með þann árangur sem við höfum náð nú þegar," sagði Lárus Björnsson, fjarskiptamaður hjá íslensku Alþjóðasveitinni í gær. Í gærmorgun höfðu alþjóðlegar rústabjörgunarsveitir fundið samtals um tuttugu manns á lífi í húsarústum í höfuðborginni Port-au-Prince á Haítí. Þeirra á meðal voru konurnar þrjár sem íslenska sveitin bjargaði úr rústum Caribbean-matvælamarkaðarins. Fréttablaðið ræddi við Lárus Björnsson klukkan átján í gær að íslenskum tíma eða klukkan eitt um hádegi á Haítí. Um morguninn var íslenska sveitin pöruð saman við björgunarsveit frá Flórída og sveitirnar fengu úthlutað einu af 22 skilgreindum leitarrsvæðum í Port-au-Prince. „Þeir eru að keyra um og skoða hvar þörf er á aðstoð og aðstoða þar sem þörf er á," sagði Lárus. Að sögn Lárusar er unnið í samvinnu við heimamenn eins og hægt sé. „Þeir eru náttúrulega daprir en hafa tekið okkur mjög vel," sagði Lárus sem kvað fara vel mjög vel um Íslendinganna þótt hitinn væri 35 stig og mikill raki í lofti. „Við erum með búðir í útjaðri flugvallarins og þar eru allar alþjóðasveitirnar komnar á sama punktinn. Sameinuðu þjóðirnar eru komnar. Við lánuðum þeim eitt tjald til að stjórna sínum aðgerðum. Hjálpargögn eru að streyma að. Við heyrum reglulega í stórum vélum að lenda." Ólafur Loftsson, einn stjórnenda íslensku sveitarinnar, sagði skipulag björgunarstarfsins fara ört batnandi. Sérstök sveit samhæfi aðgerðir og samstarf björgunarsveita frá ýmsum löndum undir merkjum Sameinuðu þjóðanna. Stjórnendur íslensku sveitarinnar voru kallaðir að því starfi enda margreyndir úr alþjóðlegu samstarfi. Unnið væri að því að koma upp færanlegum sjúkrastöðvum og öðru til að bæta aðhlynningu fórnarlamba og koma í veg fyrir frekara neyðarástand. „Ég hef grun um að þegar maður verður kominn heim og fer að draga andann og fer að fá fjarlægð frá þessu þá upplifi maður þetta sterkar," sagði Ólafur „en núna einbeitir maður sér að verkefninu. Það þarf að fara í gegnum þetta. En það gefur okkur aukinn kraft að finna að fólkið heima er með okkur í þessu." peturg@frettabladid.is gar@frettabladid.is
Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent