Innlent

Gerir áætlunina ótrúverðugri

Ólöf Nordal segir að breytingar sem VG krafðist á frumvarpi iðnaðarráðherra grafi undan sátt um rammaáætlun. .
Ólöf Nordal segir að breytingar sem VG krafðist á frumvarpi iðnaðarráðherra grafi undan sátt um rammaáætlun. .
Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að með því að ganga lengra í að útiloka orkuvinnslu á friðlýstum svæðum en kveðið er á um í rammaáætlun sé unnið gegn þeirri sátt sem verið hefur um rammaáætlun. „Það gerir rammaáætlunarvinnuna ótrúverðugari," segir Ólöf.

„Það var komin samstaða um rammaáætlunarferlið og mér finnst að þarna sé verið að gera þetta tortryggilegra, allt þetta mál, sem mér finnst mikill skaði." Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær var gerð sú breyting á upphaflegu frumvarpi iðnaðarráðherra um verndar- og nýtingar-áætlun vegna virkjunar fallvatna og háhitasvæða að útiloka nýtingu á friðlýstum svæðum nema tiltekið hafi verið í friðlýsingarskilmálum að virkjunarframkvæmdir séu þar heimilar.

Með breytingunni var höggvið á ágreining stjórnarflokkanna en vegna hans hafði VG komið í veg fyrir að frumvarpið fengist lagt fyrir Alþingi í nafni stjórnarflokkanna. - pg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×