Lífið

Vigdís Finnbogadóttir og tugþúsundir kvenna

Tugir þúsunda kvenna eru staddar í miðborginni í tilefni dagsins en þær stóðu upp frá störfum sínum klukkan 14:25 í dag til þess að vekja athygli á launamuni kynjanna. Dagurinn í dag er einnig tileinkaður baráttunni gegn kynferðisofbeldi.

Í meðfylgjandi myndskeiði sem tekið var bak við sviðið á Arnarhóli lýsir sönghópurinn Áfram stelpur eða söngkonurnar Brynhildur Björnsdóttir, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, Esther Jökulsdóttir og Margrét Pétursdóttir stemningunni sem ríkir á meðal kvennanna. 

Þá má einngi sjá og heyra þær syngja.

Vigdís Finnbogadóttir gekk í fylgd dóttur sinnar, Ástríðar Magnúsdóttur, og fjölda kynsystra eins og sjá má hér niður Skólavörðustiginn í átt að Arnarhóli upp úr klukkan þrjú í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.