Innlent

Lögbrjótar verði sniðgengnir

Öl Margir kaupa ekki áfengistegundir sem eru auglýstar, segir formaður foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum.
Öl Margir kaupa ekki áfengistegundir sem eru auglýstar, segir formaður foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum.
Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum hvetja fólk til að sniðganga allar vörur frá fyrirtækjum sem auglýsa áfengi í íslenskum fjölmiðlum.

Árni Guðmundsson, formaður samtakanna, segir ótrúlega mikið um að fyrirtæki brjóti lög sem banna áfengisauglýsingar, og brjóti þar með á lögvörðum réttindum barna og ungmenna.

„Þeir sniðganga löggjöfina, og okkur þykir sjálfsagt að sniðganga þeirra vörur á móti," segir Árni. Hann segir almenning fullfæran um að átta sig á hvenær sé verið að auglýsa áfengi þrátt fyrir að orðinu „léttöl" sé skotið inn í auglýsingarnar. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×