Innlent

Dómar yfir mansalsmönnum mildaðir

Mansalsmenn áttu góðan dag í Hæstarétti.
Mansalsmenn áttu góðan dag í Hæstarétti.

Dómar yfir mansalsmönnum frá Litháen voru mildaðir um ár hjá öllum nema einum. Þeir voru dæmdir í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Einn mannanna, Gediminas Lisauskas, þótti eiga mestan þátt í að flytja litháenska stúlku til landsins með það að markmiði að selja hana í vændi.

Miskabætur voru einnig lækkaðar um 800 þúsund krónur.

Mennirnir sem voru dæmdir eru allir Litháar og heita Darius Tomasevskis, Deividas Sarapinas, Sarunas Urniezius, Tadas Jasnauskas.

Málið komst upp síðasta haust eftir að stúlkan trylltist í flugvél á leiðinni til Íslands frá Litháen. Hjá lögreglunni sagði hún að menn hefðu flutt hana hingað til lands til þess að stunda vændi.

Stúlkan var aðeins nítján ára gömul.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×