Hærri skattar þrátt fyrir auknar tekjur 21. júlí 2010 04:00 Franek Rozwadowzki, sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), hélt nýverið blaðamannafund um skattaúttekt sjóðsins. Sjóðurinn telur einungis tvær leiðir færar: skattahækkanir eða niðurskurð ríkisútgjalda.fréttablaðið/gva Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að batnandi staða ríkissjóðs slái ekki algjörlega á þörfina fyrir skattahækkanir. Greiðslutekjur ríkissjóðs árið 2009 voru 22 milljörðum krónum hærri en gert var ráð fyrir. „Þetta lagar vissulega stöðuna, en ríkisstjórnin er að hluta til búin að nýta sér það svigrúm sem fékkst,“ segir Steingrímur. „Í ljósi málsins þá drógum við úr umfangi þeirra aðhaldsaðgerða sem voru í bígerð árið 2009. Þetta er jákvæð sönnun þess að þær aðgerðir sem gripið var til á síðasta ári eru að ganga vel.“ segir hann. Pétur H. Blöndal, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í efnahags- og skattanefnd, segir að ríkisstjórnin sé á rangri braut í skattamálum. Hún hefði, í stað niðurskurðar og skattahækkana, unnið að því að stækka kökuna. Það mætti gera með átaki í virkjanamálum og sérstakri úthlutun veiðiheimilda, svo dæmi séu nefnd. Þá hefði Sjálfstæðisflokkurinn lagt til skattlagningu séreignasjóða. „Með því má sleppa öllum þessum skattahækkunum á almenning og fyrirtæki sem draga mikinn mátt úr atvinnulífinu. Það leiðir til meira atvinnuleysis og minni skatttekna. Annað eykur gjöldin og hitt minnkar tekjurnar. Ríkisstjórnin hefði strax átt að fara þessa leið og það er enn tími til þess.“ Pétur segir minna atvinnuleysi en gert hafði verið ráð fyrir sýna hve gott er að búa við krónu sem styrkt hafi útflutningsvegina. Þá búi atvinnulífið enn að því umhverfi sem Sjálfstæðisflokkurinn bjó því í 18 ár. „Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tók fram að íslenska skattkerfið væri mjög gott þrátt fyrir þá leið sem ríkisstjórnin fór um síðustu áramót, að draga úr kostum skattkerfisins.“ Steingrímur segir úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á íslenska skattakerfinu innihalda margar góðar tillögur að breytingum og vera gagnlegt plagg í vinnuferli ríkisstjórnarinnar. „Það er alveg ljóst að ríkið þarf að afla aukinna tekna á komandi árum. Eitthvað af tillögum AGS gæti orðið að veruleika, annað ekki,“ segir Steingrímur. Steingrímur segir AGS gera ráð fyrir að drjúgum hluta tekna muni aftur vera varið til jöfnunaraðgerða í þágu tekjulágra fjölskyldna meðal annars í formi vaxta- og barnabóta og þannig megi auka jöfnunaráhrif skattkerfisins. kolbeinn@frettabladid.is sunna@frettabladid.is steingrímur j. sigfússon Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að batnandi staða ríkissjóðs slái ekki algjörlega á þörfina fyrir skattahækkanir. Greiðslutekjur ríkissjóðs árið 2009 voru 22 milljörðum krónum hærri en gert var ráð fyrir. „Þetta lagar vissulega stöðuna, en ríkisstjórnin er að hluta til búin að nýta sér það svigrúm sem fékkst,“ segir Steingrímur. „Í ljósi málsins þá drógum við úr umfangi þeirra aðhaldsaðgerða sem voru í bígerð árið 2009. Þetta er jákvæð sönnun þess að þær aðgerðir sem gripið var til á síðasta ári eru að ganga vel.“ segir hann. Pétur H. Blöndal, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í efnahags- og skattanefnd, segir að ríkisstjórnin sé á rangri braut í skattamálum. Hún hefði, í stað niðurskurðar og skattahækkana, unnið að því að stækka kökuna. Það mætti gera með átaki í virkjanamálum og sérstakri úthlutun veiðiheimilda, svo dæmi séu nefnd. Þá hefði Sjálfstæðisflokkurinn lagt til skattlagningu séreignasjóða. „Með því má sleppa öllum þessum skattahækkunum á almenning og fyrirtæki sem draga mikinn mátt úr atvinnulífinu. Það leiðir til meira atvinnuleysis og minni skatttekna. Annað eykur gjöldin og hitt minnkar tekjurnar. Ríkisstjórnin hefði strax átt að fara þessa leið og það er enn tími til þess.“ Pétur segir minna atvinnuleysi en gert hafði verið ráð fyrir sýna hve gott er að búa við krónu sem styrkt hafi útflutningsvegina. Þá búi atvinnulífið enn að því umhverfi sem Sjálfstæðisflokkurinn bjó því í 18 ár. „Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tók fram að íslenska skattkerfið væri mjög gott þrátt fyrir þá leið sem ríkisstjórnin fór um síðustu áramót, að draga úr kostum skattkerfisins.“ Steingrímur segir úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á íslenska skattakerfinu innihalda margar góðar tillögur að breytingum og vera gagnlegt plagg í vinnuferli ríkisstjórnarinnar. „Það er alveg ljóst að ríkið þarf að afla aukinna tekna á komandi árum. Eitthvað af tillögum AGS gæti orðið að veruleika, annað ekki,“ segir Steingrímur. Steingrímur segir AGS gera ráð fyrir að drjúgum hluta tekna muni aftur vera varið til jöfnunaraðgerða í þágu tekjulágra fjölskyldna meðal annars í formi vaxta- og barnabóta og þannig megi auka jöfnunaráhrif skattkerfisins. kolbeinn@frettabladid.is sunna@frettabladid.is steingrímur j. sigfússon
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira