Innlent

Vafasöm ummæli Þórunnar á bolla og boli

Hoppaðu upp í rass$%#$%& á þér.
Hoppaðu upp í rass$%#$%& á þér.

Ummæli þingflokksformannsins, Þórunnar Sveinbjarnardóttur, hafa heldur betur slegið í gegn en á dögunum sagði hún frænda fréttamannsins Ægis Þórs Eysteinssonar, „að hoppa upp í rassgatið á sér.“

Nú má finna vefsíðu sem selur fjölbreyttan varning með ummælum Þórunnar sem hún lét falla daginn fyrir ráðherraskiptin á miðvikudaginn.

Í fréttatíma RÚV heyrðist Þórunn segja í lok viðtalsins: „Segðu frænda þínum að hoppa upp í rassgatið á sér."

Rétt áður en viðtalið hófst ók maður framhjá þeim og öskraði út um gluggann: „Óþjóðalýður!"

Ægir sagði að Þórunni hefði brugðið dálítið og honum vitanlega líka. Ægir útskýrði þá fyrir Þórunni að þarna hefði verið á ferðinni frændi hans sem væri mikill grínari.

„Ég sagði við hana að þetta hefði bara verið eitthvað djók," sagði Ægir um gamansama frændann sinn.

Hann tók síðan viðtalið við Þórunni og kvaddi. Áður en slökkt var á upptöku Ríkisútvarpsins heyrðist þó aftur að maður hrópaði í fjarska: „Óþjóðalýður!"

Þingmaðurinn ákvað þá að taka þátt í gríninu af fullum krafti og sagði við Ægi að skila til frænda síns að hann mætti hoppa upp í rassgatið á sér.

Þjóðin heyrði ummælin er þau féllu í hádegisfréttum RÚV sem voru í beinni útsendingu.

Svo virðist sem flestir hafi húmor fyrir uppátækinu. Í það minnsta aðilinn sem hefur hannað bolla og boli með ummælunum sem finna má á þessari heimasíðu. Varningurinn gæti hinsvegar þótt dýr en bollinn kostar um tvö þúsund krónur.
Tengdar fréttir

Þórunn Sveinbjarnardóttir grínast í fréttamanni RÚV

„Þetta var nú bara smá grín hjá henni," segir Ægir Þór Eysteinsson, fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Hann tók viðtal við Þórunni Sveinbjarnardóttur, þingflokksformann Samfylkingarinnar, fyrir utan stjórnarráðið fyrr í dag. Í fréttatíma RÚV heyrðist Þórunn segja í lok viðtalsins: „Segðu frænda þínum að hoppa upp í rassgatið á sér.“ Nú hefur komið í ljós hvað þar lá að baki.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.