Innlent

Ætla að takast á við minnkandi skatttekjur og íbúafækkun

Bæjarstjórn Seltjarnarness
Bæjarstjórn Seltjarnarness
Ný bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar kom saman til fyrsta fundar í gær. Eins og hefur komið fram hlaut Sjálfstæðisflokkurinn hreinan meirihluta, fimm menn kjörna. Þá fengu Neslistinn og Samfylkingin einn mann kjörinn.

Í tilkynningu frá bænum segir að samþykkt var á fundinum að Ásgerður Halldórsdóttir verði áfram bæjarstjóri. Forseti bæjarstjórnar verður Guðmundur Magnússon og varaforseti Sigrún Edda Jónsdóttir. Nýr meirihluti hefur ákveðið að árlega muni bæjarfulltrúar skipta með sér verkum þannig að nýr forseti verður skipaður að ári.

Á fundinum var einnig skipað í ráð og nefndir til næstu fjögurra ára. Þá segir einnig í tilkynningunni að helstu verkefni nýrrar bæjarstjórnar á næsta kjörtímabili verður meðal annars að takast á við minnkandi skatttekjur bæjarins og íbúafækkun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×