Innlent

Breiðleiti þjófurinn með gisnu tennurnar fundinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan hefur handtekið mann sem er grunaður um innbrot. Mynd/ Pjetur.
Lögreglan hefur handtekið mann sem er grunaður um innbrot. Mynd/ Pjetur.
Ungur maður hefur viðurkennt innbrot í Gesthús og Kaffi krús um helgina. Lögreglumönnum sem áttu samskipti við manninn á sunnudag fannst útlit mannsins svipa til lýsingar sem vitni gaf af manni sást við Gesthús á laugardagsmorgun.

Á heimili mannsins fannst áfengi sem hann gat ekki gert grein fyrir. Við húsleit fundust fjórar kannabisplöntur í ræktun. Maðurinn viðurkenndi þessi brot og að auki að hafa brotist inn í Kaffi Krús aðfaranótt sunnudags og stolið þaðan áfengi.

Það var á laugardaginn sem innbrotið var framið. Eftir það lýsti lögreglan eftir nnbrotsþjófnum og sagði hann meðal annars vera breiðleitan, sennilega burstaklipptan og með gisnar tennur.


Tengdar fréttir

Lögregla leitar að breiðleitum þjóf með gisnar tennur

Um klukkan sjö í gærmorgun var tilkynnt um innbrot í Gesthús á Selfossi. Vitni sá til ungs manns koma út úr húsinu og fara í burtu á reiðhjóli. Í ljós kom að búið var að taka nokkuð magn af áfengi sem fannst skömmu síðar falið skammt frá húsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×