Rýr svör um kostnað við umsókn að ESB 23. júlí 2010 04:00 ESB Ljóst er að kostnaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins við umsókn um aðild að ESB verður „umtalsverður“ að því er fram kemur í svari ráðherra við fyrirspurn þingmanns. Nordicphotos/AFP Hversu mikil vinna hefur farið fram í ráðuneytum og ríkisstofnunum við aðildarumsókn að Evrópusambandinu? Augljóst er af svörum allra ráðuneyta við fyrirspurn á Alþingi að mikil vinna hefur þegar verið unnin í ráðuneytum og hinum ýmsu ríkisstofnunum við umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Þrátt fyrir ósk um upplýsingar um kostnað ráðuneytanna leggur ekkert þeirra mat á kostnað sinn við vinnuna. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, lagði fyrirspurn fyrir alla tólf ráðherrana í ríkisstjórninni um vinnu við umsóknina. Þar var spurt að því hversu margir starfsmenn ráðuneyta og undirstofnana hafi unnið að umsókninni, og hversu hátt hlutfall það sé af starfsmannafjölda. Þá er spurt hversu miklu fé ráðuneytin og stofnanir muni verja vegna þessarar vinnu. Hafi Gunnar Bragi vonast til þess að svörin yrðu skýr, og úr þeim hægt að lesa nákvæmar upplýsingar um vinnu starfsmanna ráðuneyta og undirstofnana, sem og kostnað við þá vinnu, er líklegt að hann hafi orðið fyrir vonbrigðum. Svörin eru sett fram á ólíkan hátt, oft gróflega áætluð, og ómögulegt að gera sér grein fyrir heildarkostnaði eða vinnuframlagi starfsmanna af lestri þeirra. Ekkert ráðuneyti annað en utanríkisráðuneytið hefur ráðið starfsmenn í vinnu við umsóknina, og sama má segja um ríkisstofnanirnar. Í svari utanríkisráðherra kemur fram að níu starfsmenn hafi verið ráðnir til starfa hjá Þýðingarmiðstöð ráðuneytisins, og stefnt sé á að ráða fjórtán til viðbótar. Þýðendurnir sinni þó einnig öðrum málum en þýðingum vegna umsóknarinnar. Ekkert ráðuneytanna gerir tilraun til að meta kostnað við vinnu starfsmanna sinna að umsókninni. Starfsmenn frá öllum ráðuneytum hafa þurft að vinna að umsókninni, en mjög mismikið eftir ráðuneytum. Í svari sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kemur fram að ekki sé gert ráð fyrir vinnu við umsóknina á fjárlögum, en „ljóst er að sá kostnaður verður umtalsverður“. Í svari umhverfisráðherra er bent á að þótt ekki sé gert ráð fyrir auknum fjárútlátum muni vinna við umsóknina taka tíma starfsmanna ráðuneytis og undirstofnana þess frá annarri starfsemi. Ekkert ráðuneytanna hefur greitt sérstaklega fyrir ráðgjöf vegna umsóknarinnar, en sum hafa greitt eða áforma að greiða um eina milljón króna hvert fyrir þýðingar á spurningum Evrópusambandsins, sem stjórnvöld þurftu að svara í umsóknarferlinu. brjann@frettabladid.is Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Hversu mikil vinna hefur farið fram í ráðuneytum og ríkisstofnunum við aðildarumsókn að Evrópusambandinu? Augljóst er af svörum allra ráðuneyta við fyrirspurn á Alþingi að mikil vinna hefur þegar verið unnin í ráðuneytum og hinum ýmsu ríkisstofnunum við umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Þrátt fyrir ósk um upplýsingar um kostnað ráðuneytanna leggur ekkert þeirra mat á kostnað sinn við vinnuna. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, lagði fyrirspurn fyrir alla tólf ráðherrana í ríkisstjórninni um vinnu við umsóknina. Þar var spurt að því hversu margir starfsmenn ráðuneyta og undirstofnana hafi unnið að umsókninni, og hversu hátt hlutfall það sé af starfsmannafjölda. Þá er spurt hversu miklu fé ráðuneytin og stofnanir muni verja vegna þessarar vinnu. Hafi Gunnar Bragi vonast til þess að svörin yrðu skýr, og úr þeim hægt að lesa nákvæmar upplýsingar um vinnu starfsmanna ráðuneyta og undirstofnana, sem og kostnað við þá vinnu, er líklegt að hann hafi orðið fyrir vonbrigðum. Svörin eru sett fram á ólíkan hátt, oft gróflega áætluð, og ómögulegt að gera sér grein fyrir heildarkostnaði eða vinnuframlagi starfsmanna af lestri þeirra. Ekkert ráðuneyti annað en utanríkisráðuneytið hefur ráðið starfsmenn í vinnu við umsóknina, og sama má segja um ríkisstofnanirnar. Í svari utanríkisráðherra kemur fram að níu starfsmenn hafi verið ráðnir til starfa hjá Þýðingarmiðstöð ráðuneytisins, og stefnt sé á að ráða fjórtán til viðbótar. Þýðendurnir sinni þó einnig öðrum málum en þýðingum vegna umsóknarinnar. Ekkert ráðuneytanna gerir tilraun til að meta kostnað við vinnu starfsmanna sinna að umsókninni. Starfsmenn frá öllum ráðuneytum hafa þurft að vinna að umsókninni, en mjög mismikið eftir ráðuneytum. Í svari sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kemur fram að ekki sé gert ráð fyrir vinnu við umsóknina á fjárlögum, en „ljóst er að sá kostnaður verður umtalsverður“. Í svari umhverfisráðherra er bent á að þótt ekki sé gert ráð fyrir auknum fjárútlátum muni vinna við umsóknina taka tíma starfsmanna ráðuneytis og undirstofnana þess frá annarri starfsemi. Ekkert ráðuneytanna hefur greitt sérstaklega fyrir ráðgjöf vegna umsóknarinnar, en sum hafa greitt eða áforma að greiða um eina milljón króna hvert fyrir þýðingar á spurningum Evrópusambandsins, sem stjórnvöld þurftu að svara í umsóknarferlinu. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent