Lífið

Fyrsta plata Páls í fimm ár

Páll Rósinkrans hefur sent frá sér sjöundu sólóplötu sína.
fréttablaðið/stefán
Páll Rósinkrans hefur sent frá sér sjöundu sólóplötu sína. fréttablaðið/stefán
„Þetta eru perlur frá gamalli tíð,“ segir söngvarinn Páll Rósinkrans.

Páll hefur gefið út plötuna Ó hvílík elska sem inniheldur fjórtán lög úr ýmsum áttum. „Ég hef verið að syngja þessi lög við ýmis tækifæri, bæði sorgleg og glaðleg. Íslenska þjóðarsálin að mörgu leyti,“ segir hann.

Páll var í óðaönn við að dreifa plötunni þegar Fréttablaðið náði í hann. Hann segir frumskógarlögmálið gilda á plötumarkaðnum um jólin. Fimm ár eru liðin frá því að hann gaf út síðustu sólóplötu, en sú nýja er sú sjöunda í röðinni. „Ég horfi til gamalla tíma á plötunni, í staðinn fyrir að vera í nútímanum – sveita­rómantíkin,“ segir Páll.

Spurður hvar hann hafi haldið sig síðustu fimm ár segist hann hafa verið að syngja fyrir fólk úti um allt land. „Maður hefur verið að spila og syngja,“ segir hann. „Er kannski í einhverjum 2007-fíling. Dunda í músík og syngja fyrir fólk. Það er það sem ég geri og vinn við.“- afb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.