Lífið

Kristján eldaði fyrir gestina sína

Kristján tók sig vel út yfir pottunum á La Primavera og ekki var annað að sjá en að þetta væri vanur maður.
Fréttablaðið/GVA
Kristján tók sig vel út yfir pottunum á La Primavera og ekki var annað að sjá en að þetta væri vanur maður. Fréttablaðið/GVA
„Mamma gaf okkur gjarnan þorsk eða ýsu í bakaðri karrísósu og þaðan er fyrirmyndin komin,“ segir Kristján Jóhannsson, óperusöngvari og kennari með meiru. Í gær kom út ævisaga Kristjáns, skráð af Þórunni Sigurðardóttur, og af því tilefni bauð tenórinn vinum og velunnurum í alvöru veislu á La Primavera.

Kokkunum á staðnum var hins vegar gefið frí því Kristján sjálfur stóð yfir pottunum og eldaði af sinni alkunnu snilld en eins og kemur fram í bókinni á nokkrum stöðum er matur Kristjáni mikið hjartans mál. „Ég notaði humar, djúpsjávarrækju, mikið af lauk og púrrulauk og mikið af ýmsum kryddjurtum. Setti svo svolítinn rjóma og vel af karrí yfir. Þetta var alveg makalaust og mæltist alveg gríðarlega vel fyrir,“ segir Kristján, af sinni alkunnu hógværð. - fgg





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.