Innlent

Þorskkvótinn verður 160 þúsund tonn

Jón Bjarnason landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að þorskkvótinn á næsta fiskveiðaári verði 160 þúsund tonn. Er þetta í samræmi við tillögur Hafrannsóknarstofnunnar. Aukningin er um 10 þúsund tonn frá yfirstandandi fiskveiðiári.

Ráðherran fer hinsvegar ekki eftir ráðgjöf stofnunarinnar þegar kemur að ýsu og ufsa. Kvótinn fyrir ýsu verður 50 þúsund tonn og einnig 50 þúsund tonn fyrir ufsann.

Hafrannsókn lagði til í sumar að leyfður ýsuafli yrði 45.000 tonn. Í fyrra taldi stofnunin óhætt að veiða 57.000 tonn af ýsu en ráðherra ákvað að heimila veiði á 63.000 tonnum.

Hafrannsókn lagði til um 40.000 tonna hámarksafla á ufsa og fer ráðherrann því 10.000 tonnum framúr þeirri ráðgjöf.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×