Innlent

Einar lét sér fátt um finnast

Einar Guðfinnsson
Einar Guðfinnsson
Hvalveiðar Íslendinga eru meðal þeirra mála sem reglulega koma til umræðu í skýrslum bandaríska sendiráðsins til stjórnvalda í Washington.

Bandarísk stjórnvöld eru andvíg hvalveiðum og koma þeim skilaboðum jafnan til skila á fundum með fulltrúum íslenskra stjórnvalda.

Meðal annars er rætt um tregðu Japana til að kaupa hvalkjöt frá Íslandi og í júlí 2009, þegar veiðar á langreyðum voru hafnar á ný eftir þriggja ára hlé, skýrir Neil Klopfenstein sendiráðunautur frá því að hafa rætt við sendifulltrúa Japans, sem sagðist „ekki telja að neinn markaður væri fyrir langreyðar í Japan".

Einar Guðfinnsson, þáverandi sjávarútvegsráðherra, hafi hins vegar svarað því til þegar þetta var borið undir hann, að markaðsmál væru á könnu einkafyrirtækis en ekki vandamál íslenskra stjórnvalda.

„Skortur á markaði fyrir kjöt af langreyði virðist ekki hafa nein áhrif á veiðarnar," segir í skýrslu frá Klopfenstein.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×