Innlent

Árekstur í Vesturbæ

Þriggja bíla árekstur var á Hringbraut við Melatorg klukkan um fjögur í dag.

Vinstri akrein í vestur frá Tjarnargötu að Melatorgi var enn lokuð vegna árekstursins þegar fréttin var rituð, 45 mínútum eftir að tilkynnt var um slysið, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni.

Minniháttar meiðsli voru á fólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×