Innlent

Tæplega 500 hafa kosið í Kópavogi

Ómar Stefánsson t.v. Þrír sækjast eftir fyrsta sætinu í prófkjörinu.
Ómar Stefánsson t.v. Þrír sækjast eftir fyrsta sætinu í prófkjörinu. Mynd/Arnþór Birkisson
Tæplega 500 höfðu greitt atkvæði í prófkjöri framsóknarmanna í Kópavogi klukkan tvö. Þrír takast á um fyrsta sætið í prófkjörinu. „Það hefur verið jöfn og þétt þátttaka," segir Haukur Ingibergsson, formaður kjörstjórnar. Hann segir að fyrstu tölur verði lesnar skömmu eftir að kjörfundi lýkur klukkan sex í kvöld.

Framsóknarflokkurinn hefur verið í meirihluta í Kópavogi í 20. Flokkurinn fékk einn mann kjörinn í kosningunum fyrir fjórum árum og þrjá í kosningunum 2002. Ómar Stefánsson, núverandi oddviti, sækist eftir fyrsta sætinu og það gera Gísli Tryggvason, talsmaður neyteynda, og Einar Kristján Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, einnig.

Rúmlega 1800 eru á kjörskrá. Frestur til skrá sig í Framsóknarflokkinn rann út fyrir viku og segir Haukur að um það bil 750 hafi gengið í flokkinn í aðdraganda prófkjörsins.

Átta prófkjör í dag

Alla fara átta prófkjör fram á landinu í dag vegna komandi bæjar- og sveitarstjórnarkosninga. Sjálfstæðismenn standa fyrir prófkjörum á Akranesi og í Reykjanesbæ. Tveir sækjast eftir fyrsta sæti á Akranesi, Gunnar Sigurðsson og Halldór Jónsson. Fimm bjóða sig fram í annað til þriðja sæti. Í Reykjanesbæ stendur slagurinn um annað sæti milli Böðvars Jónssonar og Gunnars Þórarinssonar.

Forval Vinstri grænna í Kópavogi fer fram í dag og framsóknarmenn í Mosfellsbæ velja í efstu sæti í prófkjöri. Þá efndi Í-listinn til prófkjörs á Ísafirði. Það er sameiginlegt framboð Samfylkingar, VG og Frjálslynda flokksins.

Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ fram í dag - og í Sandgerði fer fram prófkjör Samfylkingarinnar og K-lista og óháðra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×