Erlent

Talinn líklegasti eftirmaður Browns

Óli Tynes skrifar
David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands.
David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands.

David Miliband utanríkisráðherra Bretlands er talinn líklegastur til þess að taka við sem formaður Verkamannaflokksins nú þegar Gordon Brown hefur tilkynnt afsögn sína.

Brown skipaði hann í embætti utanríkisráðherra þegar hann tók sjálfur við embætti forsætisráðherra árið 2007.

Fram að því hafði Miliband gegnt nokkrum minniháttar ráðherraembættum og þótt standa sig vel. Miliband er 45 ára gamall og þykir mjög unglegur.

Þrátt fyrir það þykir hann einn af mestu þungaviktarmönnum Verkamannaflokksins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×