Lífið

Lopez- Börnin í fyrirsætubransann

Tvíburar Jennifer Lopez og Marc Anthonys verða ný andlit barnalínu Gucci tískuhússins.
Fréttablaðið/getty
Tvíburar Jennifer Lopez og Marc Anthonys verða ný andlit barnalínu Gucci tískuhússins. Fréttablaðið/getty
Poppdívan Jennifer Lopez er búin að koma tveggja ára tvíburum sínum í fyrirsætubransann. Þau Emma og Max verða andlit nýrrar barnalínu Gucci sem kemur út í nóvember. Allur ágóði af fyrirsætustörfunum rennur beint til góðgerðasamtaka og Jennifer því hæst ánægð vinnu barna sinna. Lopez vill meina að dóttirin hafi erft tískuáhuga móðurinnar á meðan að sonurinn gefi þessu lítinn gaum.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Lopez fær pening fyrir myndir af börnum sínum en hún og maður hennar, spænski sjarmörinn Marc Anthony, fengu tæplega 600 milljónir króna fyrir að selja blaðinu People magazine réttin á fyrstu myndbirtingunni af börnunum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.