Stendur ekki til að yfirheyra Bjarna 25. janúar 2010 18:46 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, hefur ekki verið yfirheyrður í tengslum við rannsókn embættis sérstaks saksóknara á málefnum Sjóvár og Milestone. Bjarni hafði milligöngu um að félagið Vafningur tæki tíu milljarða króna lán hjá Sjóvá. Lánið var aldrei greitt til baka. DV hefur fjallað nokkuð ítarlega um lánveitingar Sjóvár til eignarhaldsfélagsins Vafnings sem var í eigu Wernersbræðra og Einars og Benedikts Sveinssona. Málið tengist meintri ólögmætri veðsetningu bótasjóðs Sjóvar sem er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Um flókin viðskipti var að ræða sem að hluta til - samkvæmt DV - gengu út á að bjarga hlutabréfum þeirra bræðra í Glitni. Bjarni Benediktsson, sonur Benedikts Sveinssonar, kom að þessum viðskiptum en hann hefur ekki samkvæmt heimildum fréttastofu verið yfirheyrður í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara og er það heldur ekki á dagskrá. Wernersbræður áttu ásamt þeim Einari og Benedikt sjö prósenta hlut í Glitni í gegnum eignarhaldsfélagið Þátt international. Þessi hlutur var hins vegar veðsettur hjá bandaríska fjárfestingarbankanum Morgan Stanley. Þegar síga fór á ógæfuhliðina í íslensku efnhagslífi snemm árs 2008 hótaði bandaríski bankinn að leysa til sín þennan hlut nema til kæmi greiðsla upp á 15 milljarða króna. Til að mæta þessari kröfu fengu þeir bræður meðal annars rúmlega tíu milljarða króna lán frá Sjóvá gegn veði í Vafningi - en aðaleignir félagsins voru lúxus íbúðaturnar í Makaó. Sjóvá þurfti að afskrifa þetta lán nokkrum mánuðum síðar eftir að í ljós kom að eignir Vafnings voru tvíveðsettar en Glitnir átti fyrsta kröfurétt. Eins og fram hefur komið þurfti ríkið svo að setja 12 milljarða króna inn í sjóvá á síðasta ári til að bjarga félaginu frá þroti. Það var Bjarni Benediktsson sem fékk umboð til að veðsetja bréfin á sínum tíma. Bjarni hefur áður lýst því yfir í fjölmiðlum að hann hafi séð um þessi viðskipti þar sem ættingar hans hafi verið í útlöndum á þessum tímapunkti. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Bjarni ekkert óeðlilegt við sína aðkoma að þessu máli. Því sé það skiljanlegt að sérstakur saksóknari sjái ekki ástæðu til að yfirheyra hann vegna málsins. Vafningsmálið Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, hefur ekki verið yfirheyrður í tengslum við rannsókn embættis sérstaks saksóknara á málefnum Sjóvár og Milestone. Bjarni hafði milligöngu um að félagið Vafningur tæki tíu milljarða króna lán hjá Sjóvá. Lánið var aldrei greitt til baka. DV hefur fjallað nokkuð ítarlega um lánveitingar Sjóvár til eignarhaldsfélagsins Vafnings sem var í eigu Wernersbræðra og Einars og Benedikts Sveinssona. Málið tengist meintri ólögmætri veðsetningu bótasjóðs Sjóvar sem er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Um flókin viðskipti var að ræða sem að hluta til - samkvæmt DV - gengu út á að bjarga hlutabréfum þeirra bræðra í Glitni. Bjarni Benediktsson, sonur Benedikts Sveinssonar, kom að þessum viðskiptum en hann hefur ekki samkvæmt heimildum fréttastofu verið yfirheyrður í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara og er það heldur ekki á dagskrá. Wernersbræður áttu ásamt þeim Einari og Benedikt sjö prósenta hlut í Glitni í gegnum eignarhaldsfélagið Þátt international. Þessi hlutur var hins vegar veðsettur hjá bandaríska fjárfestingarbankanum Morgan Stanley. Þegar síga fór á ógæfuhliðina í íslensku efnhagslífi snemm árs 2008 hótaði bandaríski bankinn að leysa til sín þennan hlut nema til kæmi greiðsla upp á 15 milljarða króna. Til að mæta þessari kröfu fengu þeir bræður meðal annars rúmlega tíu milljarða króna lán frá Sjóvá gegn veði í Vafningi - en aðaleignir félagsins voru lúxus íbúðaturnar í Makaó. Sjóvá þurfti að afskrifa þetta lán nokkrum mánuðum síðar eftir að í ljós kom að eignir Vafnings voru tvíveðsettar en Glitnir átti fyrsta kröfurétt. Eins og fram hefur komið þurfti ríkið svo að setja 12 milljarða króna inn í sjóvá á síðasta ári til að bjarga félaginu frá þroti. Það var Bjarni Benediktsson sem fékk umboð til að veðsetja bréfin á sínum tíma. Bjarni hefur áður lýst því yfir í fjölmiðlum að hann hafi séð um þessi viðskipti þar sem ættingar hans hafi verið í útlöndum á þessum tímapunkti. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Bjarni ekkert óeðlilegt við sína aðkoma að þessu máli. Því sé það skiljanlegt að sérstakur saksóknari sjái ekki ástæðu til að yfirheyra hann vegna málsins.
Vafningsmálið Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira