Innlent

Undirbúa fjöldahálparstöð á Hvolsvelli

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Teppi borin inn í fjöldahjálparstöðina í Hvolsskóla. Mynd/ Vilhelm.
Teppi borin inn í fjöldahjálparstöðina í Hvolsskóla. Mynd/ Vilhelm.
Verið er að bera teppi og annan nauðsynjabúnað inn í Hvolsskóla á Hvolsvelli. Þar hefur verið opnuð fjöldahjálparstöð sem tekur á móti fólki úr Fljótshlíðinni.

Yfirgnæfandi líkur eru á því að gos sé hafið á suðurjaðri Eyjafjallajökuls samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð starfar nú á neyðarstigi samkvæmt upplýsingum sem hafa borist þaðan.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×