Innlent

Þrír stútar stöðvaðir í Galtalæk

Mynd/Stefán Karlsson

Þrír ökumenn voru stöðvaðir vegna ölvunaraksturs í eða í grennd við Galtalæk í nótt en þar fór fram útihátíð um helgina. Einn ökumannanna var jafnframt talinn aka undir áhrifum fíkniefna. Talsverð ölvun var á svæðinu en skemmtanahald fór vel fram, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli.

Talið er að á bilinu 3000-5000 manns hafi verið í Galtalæk um helgina. Gestum fjölgaði í gær en einhverjir héldu heim á leið eftir að þýska teknóhljómsveitin Scooter hafði lokið sér af, að sögn lögreglu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×