Páll Óskar stundum alveg á túr í myndatökunum 11. nóvember 2010 08:00 Á sýningunni eru 34 sviðsettar ljósmyndir Oddvars af Palla og einnig kemur út bók í formi stórra póstkorta. Páll Óskar og listamaðurinn Oddvar Örn hófu samstarf fyrir nokkrum árum í kjölfarið á Gay Pride í Reykjavík. Afrakstur samstarfsins má berja augum í Smáralind á laugardaginn, en þá hefst sýningin Páll Óskar eftir Oddvar. „Þetta er ógeðslega gaman. Við hlæjum endalaust í tökunum enda með svipaðan húmor," segir listamaðurinn Oddvar Örn Hjartarson um vinnu sína með Páli Óskari Hjálmtýssyni. Ljósmyndasýningin Páll Óskar eftir Oddvar hefst í Smáralind á laugardaginn. 34 sviðsettar ljósmyndir sem Oddvar tók af poppstjörnunni verða sýndar og af því tilefni kemur út bók í formi stórra póstkorta. Oddvar hefur verið hirðljósmyndari Páls undanfarin ár og segir hann vera frábæra fyrirsætu. „Hann er náttúrulega rosalega myndarlegur og með öll þessu flottu hlutföll sem módel þurfa að hafa," segir Oddvar. „Svo er hann með sjálfstraustið í lagi og það skiptir rosalega miklu máli." En er Páll einhvern tíma með dívutakta í myndatökunum? „Jú, jú, stundum er hann alveg á túr. Ég fæ stundum að finna fyrir því." Páll Óskar bregður sér meðal annars í hlutverk flugmanns, skáta, ofurhetju, sjómanns, pitsusendils og gagnkynhneigðs handboltakappa á myndunum. Oddvar segist kunna ótrúlega vel að meta síðastnefndu myndina. Oddvar Örn. „Hún virkar eins og týpísk Fréttablaðsmynd. Kannski er þetta einkahúmor - Palli er náttúrulega megahommi og maður hefur svo oft séð þessa gaura, ótrúlega káta með aðalskvísuna og nýfætt barn," útskýrir Oddvar. „Svo eru þeir að lifa tvöföldu lífi; spila með báðum liðum án þess að gera það opinbert. Það er tilfinning okkar Palla og margra samkynhneigðra. Það er svo mikið af karlmönnum sem koma aldrei út úr skápnum, þannig að það er flott að setja Palla í þennan búning. Það vita allir að hann er ekki straight." Oddvar ítrekar þó að allir geti túlkað myndirnar á sinn hátt. Oddvar játar að það sé frábært tækifæri fyrir sig sem ungan listamann að vinna með Páli Óskari og vonast til þess að vinnan opni fleiri dyr. „Ef ekki, þá held ég áfram að gera mína list. Á meðan ég er hamingjusamur er ég sáttur," segir hann. Í tilefni af opnuninni treður Páll Óskar upp og áritar í Hagkaupum Smáralind klukkan 14 á laugardaginn. atlifannar@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikjavísir Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira
Páll Óskar og listamaðurinn Oddvar Örn hófu samstarf fyrir nokkrum árum í kjölfarið á Gay Pride í Reykjavík. Afrakstur samstarfsins má berja augum í Smáralind á laugardaginn, en þá hefst sýningin Páll Óskar eftir Oddvar. „Þetta er ógeðslega gaman. Við hlæjum endalaust í tökunum enda með svipaðan húmor," segir listamaðurinn Oddvar Örn Hjartarson um vinnu sína með Páli Óskari Hjálmtýssyni. Ljósmyndasýningin Páll Óskar eftir Oddvar hefst í Smáralind á laugardaginn. 34 sviðsettar ljósmyndir sem Oddvar tók af poppstjörnunni verða sýndar og af því tilefni kemur út bók í formi stórra póstkorta. Oddvar hefur verið hirðljósmyndari Páls undanfarin ár og segir hann vera frábæra fyrirsætu. „Hann er náttúrulega rosalega myndarlegur og með öll þessu flottu hlutföll sem módel þurfa að hafa," segir Oddvar. „Svo er hann með sjálfstraustið í lagi og það skiptir rosalega miklu máli." En er Páll einhvern tíma með dívutakta í myndatökunum? „Jú, jú, stundum er hann alveg á túr. Ég fæ stundum að finna fyrir því." Páll Óskar bregður sér meðal annars í hlutverk flugmanns, skáta, ofurhetju, sjómanns, pitsusendils og gagnkynhneigðs handboltakappa á myndunum. Oddvar segist kunna ótrúlega vel að meta síðastnefndu myndina. Oddvar Örn. „Hún virkar eins og týpísk Fréttablaðsmynd. Kannski er þetta einkahúmor - Palli er náttúrulega megahommi og maður hefur svo oft séð þessa gaura, ótrúlega káta með aðalskvísuna og nýfætt barn," útskýrir Oddvar. „Svo eru þeir að lifa tvöföldu lífi; spila með báðum liðum án þess að gera það opinbert. Það er tilfinning okkar Palla og margra samkynhneigðra. Það er svo mikið af karlmönnum sem koma aldrei út úr skápnum, þannig að það er flott að setja Palla í þennan búning. Það vita allir að hann er ekki straight." Oddvar ítrekar þó að allir geti túlkað myndirnar á sinn hátt. Oddvar játar að það sé frábært tækifæri fyrir sig sem ungan listamann að vinna með Páli Óskari og vonast til þess að vinnan opni fleiri dyr. „Ef ekki, þá held ég áfram að gera mína list. Á meðan ég er hamingjusamur er ég sáttur," segir hann. Í tilefni af opnuninni treður Páll Óskar upp og áritar í Hagkaupum Smáralind klukkan 14 á laugardaginn. atlifannar@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikjavísir Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira