Innlent

Litlar hræringar í eldstöðinni í Eyjafjallajökli

Eyjafjallajökull frá Þórólfsfelli skömmu fyrir klukkan klukkan tíu. Mynd/www.mila.is
Eyjafjallajökull frá Þórólfsfelli skömmu fyrir klukkan klukkan tíu. Mynd/www.mila.is

Litlar hræringar eru í eldstöðinni í Eyjafjallajökuli . Að sögn lögreglumanns á Hvolsvelli gætti þar lítilsháttar öskufalls í gær en ekkert sést nú til gossins.

Sérfræðingar á Veðurstofu Íslands segja að smá skot hafi verið í gosinu um hádegisbil í gær en síðan þá hafi dregið úr gosóróa á svæðinu. Þeir segja að ekki sé hægt að slá því föstu að gosinu sé að ljúka en lítið sem ekkert sést til þess ef vefmyndavélar Mílu eru skoðaðar um þessar mundir.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×