Þriðju endurskoðun lokið hjá stjórn AGS 30. september 2010 05:15 Á kynningarfundi Franek Rozwadowski og Mark Flanagan, fulltrúar AGS á fundi í júní. Þeir sitja fyrir svörum um framvindu efnahagsáætlunar ríkisins þegar AGS hefur gefið út öll skjöl varðandi þriðju endurskoðun hennar. Fréttablaðið/Arnþór Þriðja endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) var tekin fyrir og samþykkt í stjórn sjóðsins í gær. Eftir samþykktina stendur íslenskum stjórnvöldum til boða lánafyrirgreiðsla sjóðsins að jafngildi 19 milljarða króna, að því er fram kemur í tilkynningu efnahags- og viðskiptaráðuneytisins. Að auki er gert ráð fyrir lánum frá Póllandi og Norðurlandaþjóðum. Með samþykktinni nálgast miðbik efnahagsáætlunarinnar, sem alls verður endurskoðuð sjö sinnum. Í uppfærðri viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að stefnan leggi grunninn að endurreisn hagkerfisins og að umtalsverður árangur hafi náðst frá hruni. „Aukið jafnvægi í ríkisfjármálum hefur sýnt sig í vaxandi trausti, sterkara gengi krónunnar og meiri stöðugleika hagkerfisins frá lokum ársins 2009,“ segir þar. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir ekkert upp á stjórnvöld að klaga í framkvæmd áætlunarinnar. „Allar áætlanir hafa staðist hvað varðar ríkisútgjöld, jafnt á tekju- og gjaldahlið,“ segir Árni Páll. Þá sé efnahagsáætlunin ekki heldur byggð á óraunhæfum væntingum um tekjustreymi. „Þessi mynd teiknast óvíða upp í heiminum þar sem lönd hafa lent í erfiðleikum,“ segir hann. „Við höfum frá upphafi kosið að vinna þetta af fagmennsku og ábyrgð og það skilar aukinni tiltrú.“ Óskyld mál á borð við Icesave segir Árni vissulega hafa þvælst fyrir á einhverjum tímapunkti. Sú deila sé hins vegar í farvegi og ríkið tilbúið að leysa hana með sanngjörnum samningum. „Og þá sjá allir að ekki er ástæða til annars en að við njótum sannmælis í samræmi við þann árangur.“ Um leið segir Árni Páll mikilvægt að undirstrika að hefði ekki verið farið í þessa vinnu með AGS þá hefði þurft að grípa til meiri skattahækkana og meiri niðurskurðar í ríkisútgjöldum, sem aftur hefði stórskaðað velferðarþjónustuna. Þá segir Árni Páll samstarfið við AGS sýna mikilvægi þess að vinna með færustu sérfræðingum sem hafi sjálfstæða skoðun á málum. „Það er kannski sá agi sem í gegn um tíðina hefur skort í íslenskri stjórnsýslu og efnahagslífi. Ég held að ekki hafi verið neinum hollt að vera ekki undir reglubundnum aga í aðdraganda hrunsins og reglubundnum samskiptum alls stjórnkerfisins við færustu sérfræðinga. Við höfum tekið þessu fagnandi og byggt allar áætlanir á raunsæjum forsendum. Það er að skila sér og hefði betur verið gert fyrir hrun líka.“ olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Þriðja endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) var tekin fyrir og samþykkt í stjórn sjóðsins í gær. Eftir samþykktina stendur íslenskum stjórnvöldum til boða lánafyrirgreiðsla sjóðsins að jafngildi 19 milljarða króna, að því er fram kemur í tilkynningu efnahags- og viðskiptaráðuneytisins. Að auki er gert ráð fyrir lánum frá Póllandi og Norðurlandaþjóðum. Með samþykktinni nálgast miðbik efnahagsáætlunarinnar, sem alls verður endurskoðuð sjö sinnum. Í uppfærðri viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að stefnan leggi grunninn að endurreisn hagkerfisins og að umtalsverður árangur hafi náðst frá hruni. „Aukið jafnvægi í ríkisfjármálum hefur sýnt sig í vaxandi trausti, sterkara gengi krónunnar og meiri stöðugleika hagkerfisins frá lokum ársins 2009,“ segir þar. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir ekkert upp á stjórnvöld að klaga í framkvæmd áætlunarinnar. „Allar áætlanir hafa staðist hvað varðar ríkisútgjöld, jafnt á tekju- og gjaldahlið,“ segir Árni Páll. Þá sé efnahagsáætlunin ekki heldur byggð á óraunhæfum væntingum um tekjustreymi. „Þessi mynd teiknast óvíða upp í heiminum þar sem lönd hafa lent í erfiðleikum,“ segir hann. „Við höfum frá upphafi kosið að vinna þetta af fagmennsku og ábyrgð og það skilar aukinni tiltrú.“ Óskyld mál á borð við Icesave segir Árni vissulega hafa þvælst fyrir á einhverjum tímapunkti. Sú deila sé hins vegar í farvegi og ríkið tilbúið að leysa hana með sanngjörnum samningum. „Og þá sjá allir að ekki er ástæða til annars en að við njótum sannmælis í samræmi við þann árangur.“ Um leið segir Árni Páll mikilvægt að undirstrika að hefði ekki verið farið í þessa vinnu með AGS þá hefði þurft að grípa til meiri skattahækkana og meiri niðurskurðar í ríkisútgjöldum, sem aftur hefði stórskaðað velferðarþjónustuna. Þá segir Árni Páll samstarfið við AGS sýna mikilvægi þess að vinna með færustu sérfræðingum sem hafi sjálfstæða skoðun á málum. „Það er kannski sá agi sem í gegn um tíðina hefur skort í íslenskri stjórnsýslu og efnahagslífi. Ég held að ekki hafi verið neinum hollt að vera ekki undir reglubundnum aga í aðdraganda hrunsins og reglubundnum samskiptum alls stjórnkerfisins við færustu sérfræðinga. Við höfum tekið þessu fagnandi og byggt allar áætlanir á raunsæjum forsendum. Það er að skila sér og hefði betur verið gert fyrir hrun líka.“ olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira