Innlent

Skar framan af fingri manns

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af sex mánuði á skilorði, fyrir að stinga annan mann með dúkahnífi í lærið og skera framan af fingrinum á honum. Maðurinn fékk djúpan sex sentimetra langan skurð á lærið.

Atvikið átti sér stað í apríl 2009. Fórnarlambið hafði frumkvæði að því að mennirnir hittust á tilteknum stað í Reykjavík til að ræða deilumál. Ekki bar þeim saman fyrir dómi um hvað ágreiningur þeirra snerist en um var að ræða skuldamál. Árásarmaðurinn var dæmdur til að greiða hinum 200 þúsund krónur í skaðabætur.

- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×