Sjálfstæðisflokkur stærstur á ný með yfir 40% fylgi 19. mars 2010 06:00 Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig miklu fylgi á kostnað stjórnarflokkanna samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem gerð var í gærkvöldi. Alls sögðust 40,3 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn yrði kosið nú. Í síðustu könnun Fréttablaðsins naut flokkurinn stuðnings 31,1 prósents aðspurðra, og hækkar því um 9,2 prósentustig milli kannana. Flokkurinn er 16,6 prósentustigum yfir kjörfylgi sínu, sem var 23,7 prósent og á ný sá flokkur sem nýtur mests fylgis. Síðast mældist flokkurinn með sambærilegt fylgi í könnun Fréttablaðsins í febrúar 2008. Samfylkingin nýtur nú stuðnings 23,1 prósents kjósenda samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Í könnun blaðsins í janúar síðastliðnum sögðust 28,7 prósent styðja flokkinn, og fylgið hefur því dregist saman um tæpan fimmtung, eða 5,6 prósentustig. Samfylkingin fékk 29,8 prósent atkvæða í síðustu alþingiskosningum, 6,7 prósentustigum meira en í könnun Fréttablaðsins nú. Vinstri græn tapa einnig töluverðu fylgi og mælast nú með stuðning 20,6 prósenta kjósenda, fjórum prósentustigum minna en í könnun Fréttablaðsins í janúar. VG er þó ekki langt frá kjörfylgi, en flokkurinn naut stuðnings 21,7 prósenta kjósenda í kosningunum fyrir tæpu ári. Afar litlar breytingar mælast á stuðningi við Framsóknarflokkinn. Flokkurinn fengi 13,3 prósent atkvæða samkvæmt könnun Fréttablaðsins í gær, svipað og hann mældist með í janúar síðastliðnum þegar 13,7 prósent sögðust myndu styðja flokkinn. Alls studdu 14,8 prósent Framsóknarflokkinn í síðustu kosningum. Borgarahreyfingin mælist með 2,1 prósents fylgi í könnuninni í gær, en var með 0,4 prósent í janúar. Flokkurinn er samt langt frá 7,2 prósenta kjörfylgi sínu. Hreyfingin, sem klofnaði úr Borgarahreyfingunni skömmu eftir kosningar, mælist með stuðning 0,6 prósenta kjósenda, samanborið við 1,6 prósent í síðustu könnun. Yrðu þetta niðurstöður kosninga fengi Sjálfstæðisflokkurinn 27 þingmenn, en er með 16 í dag. Samfylkingin fengi 15 þingmenn, en fékk 20 í síðustu kosningum. Vinstri græn myndu tapa þingmanni yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnunina, fengju 13 en eru með 14 í dag. Stjórnarflokkarnir fengju samtals 28 þingmenn af 63 samkvæmt könnuninni. Framsóknarflokkurinn myndi fá átta þingmenn samkvæmt könnun Fréttablaðsins, einum færri en hann er með nú. Hvorki Borgarahreyfingin né Hreyfingin kæmu manni að yrðu þetta niðurstöður kosninga. Einnig var spurt um afstöðu til ríkisstjórnarinnar. Alls sögðust 38,9 prósent þeirra sem afstöðu tóku styðja ríkisstjórnina, en 61,1 prósent ekki. Hringt var í 800 manns sem valdir voru með slembiúrtaki úr þjóðskrá fimmtudaginn 18. mars. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tók 60,1 prósent afstöðu. Einnig var spurt: Styður þú núverandi ríkisstjórn? Alls tóku 88,8 prósent afstöðu til þeirrar spurningar. Skoðanakönnunin er sú fyrsta sem Fréttablaðið gerir með örlítið breyttri aðferð frá fyrri könnunum blaðsins. Í fyrsta skipti er nú notast við úrtak valið af handahófi úr þjóðskrá, í stað þess að velja úrtak af handahófi af skráðum símnotendum.brjann@frettabladid.is Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig miklu fylgi á kostnað stjórnarflokkanna samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem gerð var í gærkvöldi. Alls sögðust 40,3 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn yrði kosið nú. Í síðustu könnun Fréttablaðsins naut flokkurinn stuðnings 31,1 prósents aðspurðra, og hækkar því um 9,2 prósentustig milli kannana. Flokkurinn er 16,6 prósentustigum yfir kjörfylgi sínu, sem var 23,7 prósent og á ný sá flokkur sem nýtur mests fylgis. Síðast mældist flokkurinn með sambærilegt fylgi í könnun Fréttablaðsins í febrúar 2008. Samfylkingin nýtur nú stuðnings 23,1 prósents kjósenda samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Í könnun blaðsins í janúar síðastliðnum sögðust 28,7 prósent styðja flokkinn, og fylgið hefur því dregist saman um tæpan fimmtung, eða 5,6 prósentustig. Samfylkingin fékk 29,8 prósent atkvæða í síðustu alþingiskosningum, 6,7 prósentustigum meira en í könnun Fréttablaðsins nú. Vinstri græn tapa einnig töluverðu fylgi og mælast nú með stuðning 20,6 prósenta kjósenda, fjórum prósentustigum minna en í könnun Fréttablaðsins í janúar. VG er þó ekki langt frá kjörfylgi, en flokkurinn naut stuðnings 21,7 prósenta kjósenda í kosningunum fyrir tæpu ári. Afar litlar breytingar mælast á stuðningi við Framsóknarflokkinn. Flokkurinn fengi 13,3 prósent atkvæða samkvæmt könnun Fréttablaðsins í gær, svipað og hann mældist með í janúar síðastliðnum þegar 13,7 prósent sögðust myndu styðja flokkinn. Alls studdu 14,8 prósent Framsóknarflokkinn í síðustu kosningum. Borgarahreyfingin mælist með 2,1 prósents fylgi í könnuninni í gær, en var með 0,4 prósent í janúar. Flokkurinn er samt langt frá 7,2 prósenta kjörfylgi sínu. Hreyfingin, sem klofnaði úr Borgarahreyfingunni skömmu eftir kosningar, mælist með stuðning 0,6 prósenta kjósenda, samanborið við 1,6 prósent í síðustu könnun. Yrðu þetta niðurstöður kosninga fengi Sjálfstæðisflokkurinn 27 þingmenn, en er með 16 í dag. Samfylkingin fengi 15 þingmenn, en fékk 20 í síðustu kosningum. Vinstri græn myndu tapa þingmanni yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnunina, fengju 13 en eru með 14 í dag. Stjórnarflokkarnir fengju samtals 28 þingmenn af 63 samkvæmt könnuninni. Framsóknarflokkurinn myndi fá átta þingmenn samkvæmt könnun Fréttablaðsins, einum færri en hann er með nú. Hvorki Borgarahreyfingin né Hreyfingin kæmu manni að yrðu þetta niðurstöður kosninga. Einnig var spurt um afstöðu til ríkisstjórnarinnar. Alls sögðust 38,9 prósent þeirra sem afstöðu tóku styðja ríkisstjórnina, en 61,1 prósent ekki. Hringt var í 800 manns sem valdir voru með slembiúrtaki úr þjóðskrá fimmtudaginn 18. mars. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tók 60,1 prósent afstöðu. Einnig var spurt: Styður þú núverandi ríkisstjórn? Alls tóku 88,8 prósent afstöðu til þeirrar spurningar. Skoðanakönnunin er sú fyrsta sem Fréttablaðið gerir með örlítið breyttri aðferð frá fyrri könnunum blaðsins. Í fyrsta skipti er nú notast við úrtak valið af handahófi úr þjóðskrá, í stað þess að velja úrtak af handahófi af skráðum símnotendum.brjann@frettabladid.is
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Sjá meira