Vilja draga ESB-umsóknina til baka 16. júní 2010 11:21 Mynd/GVA Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins auk þingflokksformanns Framsóknarflokksins og þingmanns VG kröfðust þess við upphaf þingfundar í dag dagskrá Alþingis verði breytt og að þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu verði dregin til baka yrði sett á dagskrá. Leiðtogaráð ESB ákveður á fundi sínum á morgun hvort hafnar verði aðildarviðræður við Ísland. Þingmennirnir vísuðu meðal annars til minnisblaðs sem staðgengill þýska sendiherrans lagði fram á fundi með íslenskum embættismönnum í gær og Morgunblaðið vitnar til í dag. Þar kemur fram að þýska þingið telur að Ísland verði að „taka sig á hvað varðar verndun hvala í samræmi við alþjóða- og ESB-lög." Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hóf umræðuna og sagði óttækt að viðræðunum yrði haldið áfram þar sem í uppsiglingu væri ágreiningu um sjávarútvegs- og hvalveiðimál. „Við erum sjálfstæð þjóð. Við erum fullvalda þjóð," sagði Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins þegar hún tók undir þá kröfu Gunnars Braga Sveinssonar, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, að þingsályktunartillaga sem þingmenn úr öllum flokkum fyrir utan Samfylkinguna lögðu fram á Alþingi nýverið, verði sett á dagskrá. Þau sögðu að málið varðaði undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Undir þetta tóku Ásmundur Daði Einarsson, þingmaður VG, og Jón Gunnarsson, Pétur Blöndal, Einar K. Guðfinnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, benti á að dagskrá Alþingi væri í samræmi við samkomulag formanna stjórnmálaflokkanna frá því gær. Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG og formaður utanríkismálanefndar, sagði að afstaða þýska þingsins og Evrópusambandsins til hvalveiði verði tekin fyrir á sameiginlegum fundi utanríkismálanefndar og sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar. Hann sagði auk þess að þingsályktunartillagan um að aðildarumsókn Íslands að ESB verði dreginn til baka verði rædd í utanríkismálanefnd í dag. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, benti á að aðildarviðræðurnar væru ekki hafnar. Þá rifjaði hún upp að útflutningstekjur Íslendinga af hvalveiðum í fyrra vor fimm þúsund krónur. Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Sjá meira
Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins auk þingflokksformanns Framsóknarflokksins og þingmanns VG kröfðust þess við upphaf þingfundar í dag dagskrá Alþingis verði breytt og að þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu verði dregin til baka yrði sett á dagskrá. Leiðtogaráð ESB ákveður á fundi sínum á morgun hvort hafnar verði aðildarviðræður við Ísland. Þingmennirnir vísuðu meðal annars til minnisblaðs sem staðgengill þýska sendiherrans lagði fram á fundi með íslenskum embættismönnum í gær og Morgunblaðið vitnar til í dag. Þar kemur fram að þýska þingið telur að Ísland verði að „taka sig á hvað varðar verndun hvala í samræmi við alþjóða- og ESB-lög." Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hóf umræðuna og sagði óttækt að viðræðunum yrði haldið áfram þar sem í uppsiglingu væri ágreiningu um sjávarútvegs- og hvalveiðimál. „Við erum sjálfstæð þjóð. Við erum fullvalda þjóð," sagði Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins þegar hún tók undir þá kröfu Gunnars Braga Sveinssonar, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, að þingsályktunartillaga sem þingmenn úr öllum flokkum fyrir utan Samfylkinguna lögðu fram á Alþingi nýverið, verði sett á dagskrá. Þau sögðu að málið varðaði undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Undir þetta tóku Ásmundur Daði Einarsson, þingmaður VG, og Jón Gunnarsson, Pétur Blöndal, Einar K. Guðfinnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, benti á að dagskrá Alþingi væri í samræmi við samkomulag formanna stjórnmálaflokkanna frá því gær. Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG og formaður utanríkismálanefndar, sagði að afstaða þýska þingsins og Evrópusambandsins til hvalveiði verði tekin fyrir á sameiginlegum fundi utanríkismálanefndar og sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar. Hann sagði auk þess að þingsályktunartillagan um að aðildarumsókn Íslands að ESB verði dreginn til baka verði rædd í utanríkismálanefnd í dag. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, benti á að aðildarviðræðurnar væru ekki hafnar. Þá rifjaði hún upp að útflutningstekjur Íslendinga af hvalveiðum í fyrra vor fimm þúsund krónur.
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Sjá meira