Skorið niður um 33 milljarða - fjárlög kynnt í dag Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. október 2010 12:04 Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. Gert er ráð fyrir þrjátíu og þriggja milljarða króna niðurskurði í fjárlögum næsta árs sem lögð verða fram á Alþingi í dag. Búist er við að að skattahækkanir skili 10 milljörðum í auknar tekjur. Miðað er við að útgjöld til velferðarmála verði lækkuð um sex prósent. Fjárlögin næsta árs voru unnin í samræmi við sérstaka aðgerðaáætlun í ríkisfjármálum sem gerir ráð fyrir að ríkissjóður verði rekinn án halla árið 2012 og með umtalsverðum afgangi árið 2013, en gert er ráð fyrir tæplega hundrað milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs í fjárlögum þessa árs. Í fjárlagafrumvarpi síðasta árs var áætlun sem miðaði við að hallinn á ríkissjóði yrði 23 milljarðar króna á árinu 2011. Aðgerðaáætlun í ríkisfjármálum hefur verið unnin í nánu samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, en Mark Flanagan, fráfarandi yfirmaður sendinefndar AGS á Íslandi, hrósaði vinnu íslenskra stjórnvalda við fjárlögin í samtali við fréttastofu í gær og sagði að ef það markmið næðist að ríkissjóður yrði rekinn án halla árið 2012 þá væri það ótrúlegur árangur í ljósi þess að algjört kerfishrun hafi orðið hér á landi haustið 2008. Fjármálaráðherra og embættismenn úr fjármálaráðuneytinu kynna frumvarp til fjárlaga næsta árs á lokuðum fundi núna í hádeginu en klukkan fjögur í dag ræðst hvort þessi áætlun ríkissjóðs um 23 milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á næsta ári, haldi, þegar fjárlögin verða kynnt opinberlega. Vinna við fjárlögin hefur staðið í nokkra mánuði, en heildarniðurskurður nemur um þrjátíu og þremur milljörðum króna. Skera á niður um 6 prósent í velferðar- og heilbrigðismálum og búist er við að niðurskurðurinn verði um 9 prósent í almennri þjónustu hins opinbera. Hins vegar verður skorið niður meira hjá einstökum heilbrigðisstofnunum og í einhverjum tilvikum hleypur niðurskurður á tugum prósenta. Þá verður háskólunum gert að skera niður um 7,5 prósent og framlög til félags- og menntamála verða skorin niður um 5 prósent. Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Gert er ráð fyrir þrjátíu og þriggja milljarða króna niðurskurði í fjárlögum næsta árs sem lögð verða fram á Alþingi í dag. Búist er við að að skattahækkanir skili 10 milljörðum í auknar tekjur. Miðað er við að útgjöld til velferðarmála verði lækkuð um sex prósent. Fjárlögin næsta árs voru unnin í samræmi við sérstaka aðgerðaáætlun í ríkisfjármálum sem gerir ráð fyrir að ríkissjóður verði rekinn án halla árið 2012 og með umtalsverðum afgangi árið 2013, en gert er ráð fyrir tæplega hundrað milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs í fjárlögum þessa árs. Í fjárlagafrumvarpi síðasta árs var áætlun sem miðaði við að hallinn á ríkissjóði yrði 23 milljarðar króna á árinu 2011. Aðgerðaáætlun í ríkisfjármálum hefur verið unnin í nánu samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, en Mark Flanagan, fráfarandi yfirmaður sendinefndar AGS á Íslandi, hrósaði vinnu íslenskra stjórnvalda við fjárlögin í samtali við fréttastofu í gær og sagði að ef það markmið næðist að ríkissjóður yrði rekinn án halla árið 2012 þá væri það ótrúlegur árangur í ljósi þess að algjört kerfishrun hafi orðið hér á landi haustið 2008. Fjármálaráðherra og embættismenn úr fjármálaráðuneytinu kynna frumvarp til fjárlaga næsta árs á lokuðum fundi núna í hádeginu en klukkan fjögur í dag ræðst hvort þessi áætlun ríkissjóðs um 23 milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á næsta ári, haldi, þegar fjárlögin verða kynnt opinberlega. Vinna við fjárlögin hefur staðið í nokkra mánuði, en heildarniðurskurður nemur um þrjátíu og þremur milljörðum króna. Skera á niður um 6 prósent í velferðar- og heilbrigðismálum og búist er við að niðurskurðurinn verði um 9 prósent í almennri þjónustu hins opinbera. Hins vegar verður skorið niður meira hjá einstökum heilbrigðisstofnunum og í einhverjum tilvikum hleypur niðurskurður á tugum prósenta. Þá verður háskólunum gert að skera niður um 7,5 prósent og framlög til félags- og menntamála verða skorin niður um 5 prósent.
Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira