Enski boltinn

Aldrei minni eyðsla síðan janúargluggi komst í gagnið

Ómar Þorgeirsson skrifar
Robbie Keane var lánaður frá Tottenham til Celtic.
Robbie Keane var lánaður frá Tottenham til Celtic. Nordic photos/Getty

Ensk úrvalsdeildarfélög héldu að sér höndunum í janúarglugganum, svo eftir var tekið, en í heildina eyddu þau aðeins 32 milljónum punda þetta árið samanborið við 170 milljónir punda á síðasta ári samkvæmt útreikningum Daily Mail.

Raunar eru 32 milljónir punda lægsta summa af félagaskiptagjöldum síðan félagaskiptagluginn í janúar var tekinn upp árið 2003.

Það þarf ef til vill ekki að koma á óvart að Manchester City keypti dýrasta leikmanninn í janúar þetta árið en það var Adam Johnson á 7 milljónir punda en þar fyrir utan féll félagið á tíma við að reyna að fá McDonald Mariga á 7 milljónir punda og Fernando Gago á 15,7 milljónir punda.

Í stað þess að kaupa leikmenn hafa lánssamningar hins vegar færst í aukanna hjá félögum í ensku úrvalsdeildinni en lánssamningar numu nú um 70 prósentum af félagaskiptunum samanborið við aðeins 37 prósent í fyrra og 18 prósent árið þar á undan.

Félagaskiptagjöld liða í ensku úrvalsdeildinni:

2003.....35 milljónir punda

2004.....50 milljónir punda

2005.....50 milljónir punda

2006.....70 milljónir punda

2007.....60 milljónir punda

2008.....150 milljónir punda

2009.....170 milljónir punda

2010.....32 milljónir punda






Fleiri fréttir

Sjá meira


×