Mikið hefur verið rætt um sjóðandi heitt kynlífsatriði Natalie Portman og Milu Kunis í kvikmyndinni Black Swan. Atriðið þykir þó nógu saklaust til að fá „Rated R“-stimpil í Bandaríkjunum, sem þýðir að flest kvikmyndahús sýna myndina.
Annað svipað atriði, þar sem karl og kona eiga í hlut, þykir ekki eins saklaust. Þar þiggur Michelle Williams munnmök í kvikmyndinni Blue Valentine, en hún er með „NC 17“-stimpil. Það þýðir að myndin verður ekki sýnd í mörgum fjölskylduvænum kvikmyndahúsum né verður hún auglýst á kvikmyndasíðum dagblaðanna.
Munnmök orka tvímælis
