Sætuefnin fjölga fyrirburum 16. júlí 2010 03:45 Dr. Þórhallur Ingi Halldórsson Neysla á svokölluðum diet-drykkjum getur aukið líkurnar á fyrirburafæðingum um allt að 78 prósent, að því er kemur fram í nýrri rannsókn sem birt er í læknatímaritinu American Journal of Clinical Nutrition. Rannsóknin var unnin sem samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Statens Serum Institut í Danmörku og Harvard. Dr. Þórhallur Ingi Halldórsson, lektor við Háskóla Íslands og stjórnandi rannsóknarinnar, segir að rannsóknum á áhrifum sætuefna á menn sé enn mjög ábótavant. Þetta sé fyrsta rannsóknin á því sviði. „Niðurstöðurnar sýndu að þær konur sem neyttu lítra á dag eða meira af drykkjum með sætuefnum voru í 78 prósent meiri hættu að eignast barnið sitt fyrir 37. viku," segir Þórhallur. „Þær sem drukku einungis eitt glas á dag voru í 38 prósent meiri hættu." Verkefnið var stór ferilrannsókn sem 59.334 danskar konur tóku þátt í strax frá upphafi meðgöngu. Þær svöruðu spurningarlistum varðandi mataræði og tekin voru regluleg viðtöl við þær í gegnum síma alla meðgönguna. Unnið var úr upplýsingunum og þær bornar saman við upplýsingar frá fæðingardeildum sjúkrahúsa eftir fæðingar. Í ljós kom að þær sem höfðu neytt drykkja með sætuefnum voru í mun meiri hættu að eignast börn sín fyrir tímann. Neysla sykraðra drykkja virtist ekki hafa nein áhrif. Þórhallur segir aspartam, sem er í flestum tegundum sykurlausra drykkja, ekki vera líffræðilega óvirkt efni og rannsóknir á dýrum hafi leitt í ljós að það geti valdið fyrirburafæðingum. „Það er alltaf raunin með virk efni að það eru einhverjir hópar sem þola þau ekki," segir hann. „Þess vegna eru ófrískar konur kjörinn hópur til rannsókna. Fóstrið og konan eru mjög viðkvæm og tímabilið varir stutt. En það vantar vissulega upp á rannsóknir á þessum sviðum." Þórhallur segir ekki skynsamlegt að hvetja fólk til að auka eða minnka eitt né neitt eftir niðurstöður fyrstu rannsókna á tilteknum efnum. „Við viljum að aðrir fari í sín gagnasöfn og skoði hvort þetta sé eitthvað sem taka ber alvarlega," segir hann. Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Sjá meira
Neysla á svokölluðum diet-drykkjum getur aukið líkurnar á fyrirburafæðingum um allt að 78 prósent, að því er kemur fram í nýrri rannsókn sem birt er í læknatímaritinu American Journal of Clinical Nutrition. Rannsóknin var unnin sem samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Statens Serum Institut í Danmörku og Harvard. Dr. Þórhallur Ingi Halldórsson, lektor við Háskóla Íslands og stjórnandi rannsóknarinnar, segir að rannsóknum á áhrifum sætuefna á menn sé enn mjög ábótavant. Þetta sé fyrsta rannsóknin á því sviði. „Niðurstöðurnar sýndu að þær konur sem neyttu lítra á dag eða meira af drykkjum með sætuefnum voru í 78 prósent meiri hættu að eignast barnið sitt fyrir 37. viku," segir Þórhallur. „Þær sem drukku einungis eitt glas á dag voru í 38 prósent meiri hættu." Verkefnið var stór ferilrannsókn sem 59.334 danskar konur tóku þátt í strax frá upphafi meðgöngu. Þær svöruðu spurningarlistum varðandi mataræði og tekin voru regluleg viðtöl við þær í gegnum síma alla meðgönguna. Unnið var úr upplýsingunum og þær bornar saman við upplýsingar frá fæðingardeildum sjúkrahúsa eftir fæðingar. Í ljós kom að þær sem höfðu neytt drykkja með sætuefnum voru í mun meiri hættu að eignast börn sín fyrir tímann. Neysla sykraðra drykkja virtist ekki hafa nein áhrif. Þórhallur segir aspartam, sem er í flestum tegundum sykurlausra drykkja, ekki vera líffræðilega óvirkt efni og rannsóknir á dýrum hafi leitt í ljós að það geti valdið fyrirburafæðingum. „Það er alltaf raunin með virk efni að það eru einhverjir hópar sem þola þau ekki," segir hann. „Þess vegna eru ófrískar konur kjörinn hópur til rannsókna. Fóstrið og konan eru mjög viðkvæm og tímabilið varir stutt. En það vantar vissulega upp á rannsóknir á þessum sviðum." Þórhallur segir ekki skynsamlegt að hvetja fólk til að auka eða minnka eitt né neitt eftir niðurstöður fyrstu rannsókna á tilteknum efnum. „Við viljum að aðrir fari í sín gagnasöfn og skoði hvort þetta sé eitthvað sem taka ber alvarlega," segir hann.
Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Sjá meira