Innlent

BP skal greiða 120 milljarða bandaríkjadollara fyrir olíuslys

Olíuslysið er geigvænlegt.
Olíuslysið er geigvænlegt.

Breska olíufyrirtækið BP skal greiða 120 milljarða bandaríkjadollara í sérstakan sjóð ætlaðan fórnalömbum einhvers mesta umhverfisslyss Bandaríkjanna í Mexíkóflóa.

Þetta var niðurstaða fundar Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, við forstjóra BP í dag.

Lögmaðurinn Kenneth Feinberg mun hafa umsjón með sjóðnum en hann stjórnaði einnig bótasjóði fyrir fórnarlömb hryðjuverkanna 11. september 2001.

Enn lekur olía úr borholu fyrirtækisins í Mexíkóflóa eftir að kviknaði í borpalli þess í maí síðastliðnum. Tilraunir til þess að stöðva lekann hafa ítrekað mistekist síðustu vikur með hrikalegum afleiðingum fyrir náttúrulífið í flóanum.

Obama kallaði forstjórana á fund sinn í Hvíta húsinu í Washington í dag. Þar var komist að þessari niðurstöðu. Þá verður einnig gætt þess að starfsmenn á olíuborpallinum, sem sökk, fái einnig skaðabætur greiddar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×