Innlent

Smokkakennsla í miðbænum

Jafningjafræðslan og VÍS buðu landsmönnum í allsherjar sumarfagnað niðri á Austurvelli klukkan tvö í dag.  Eins og sést á myndum-inni var bongóblíða í miðbænum þar sem fjöldi fólks naut veðurblíðunnar við ljúfa tóna sem berast frá Götuhátíð Jafningjafræðslunnar og VÍS.

Þá var einnig í gangi flóamarkaður og ýmislegt fleira, svo sem leiktæki og götulistamenn, segir í tilkynningu.

Jafningjafræðslan bauð gestum og gangandi upp á Nova pylsur, Fanta Lemon, Bergtopp, Candy Floss og ONE smokka en samhliða því fór fram smokkakennsla sem vakti kátínu vegfaranda.

  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×