Lífið

Þetta lið framkvæmir hlutina

MYNDIR/Valgarður Gíslason
MYNDIR/Valgarður Gíslason

Í gær stóð Innovit fyrir Athafnagleði alþjóðlegrar athafnaviku

á Íslandi. Á Athafnagleðinni var vikan í heild sinni kynnt en þar munu koma saman skipuleggjendur, samstarfsaðilar og talsmenn athafnavikunnar á Ísland.

Um allan heim taka þjóðarleiðtogar, jákvæðar fyrirmyndir í viðskiptalífinu og frumkvöðlar þátt í stærsta hvatningarátaki sinnar tegundar um nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi á hverju ári.

Á Íslandi eru um 30 sérlegir talsmenn vikunnar sem koma úr fjölbreyttum áttum þjóðfélagsins, en eiga það sameiginlegt að vera jákvæðar fyrirmyndir og vilja láta gott af sér leiða í atvinnusköpun á Íslandi.

Á meðfylgjandi myndum sem teknar voru í Athafnagleðinni má meðal annars sjá Sollu Eiríks matgæðing, Simma og Jóa hamborgarafabrikkumenn og Sigrúnu Lilju Guðjónsdóttur skó- og ilmvatnsframleiðanda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.