Júlí Heiðar vaktaður á tónleikum Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 30. apríl 2010 10:00 Júlí Heiðar er fyllilega meðvitaður um grófa texta í lögum sínum og breytir þeim þegar hann syngur fyrir yngstu kynslóðina. Fréttablaðið/Valli „Ég var alls ekki sáttur við þetta og fannst þetta einum of mikið af hinu góða," segir poppstjarnan Júlí Heiðar sem var vaktaður af lögreglu og barnaverndaryfirvöldum á tónleikum hans á Apótekinu í febrúar. Tónleikarnir voru aldursskiptir og voru fulltrúarnir viðstaddir tónleikana fyrir yngstu aðdáendurna. Að sögn Gunnars Traustasonar, eiganda Apóteksins, var þetta algjört frumskilyrði fyrir því að umræddir tónleikar yrðu haldnir og að Júlí myndi ekki flytja sinn þekktasta slagara, Blautt dansgólf, með upprunalegum texta. Að sögn Gunnars höfðu nokkrir foreldrar haft samband og lýst yfir áhyggjum sínum að lög og textar Júlí gætu sært blygðunarkennd yngstu tónleikagestanna. Júlí Heiðar sagði í samtali við Fréttablaðið að honum þætti þetta fulllangt gengið. „Ég hef enda ekki lent í þessu aftur. Ég var alls ekki sáttur við þetta, það er ekkert klám í gangi heldur eru þetta bara textar sem síðan eru spilaðir í útvarpinu," útskýrir Júlí. Hann segist sjálfur vera fyllilega meðvitaður um að textarnir sem hann syngur séu grófir. „Enda tók ég mér smá umhugsunarfrest áður en ég söng þessi lög. Þetta var upphaflega hugsað sem eitthvert grín og þá á kostnað allra þessara erlendu laga sem innihalda svipað orðfæri. Ég nefni til dæmis Rude Boy með Rihönnu því ef maður spáir aðeins í þann texta þá er hann ótrúlega grófur. Textarnir sem ég syng eru því bara í samræmi við þá hefð," segir Júlí Heiðar. Þótt engin plata með Júlí Heiðari hafi litið dagsins ljós þá nýtur söngvarinn feikilegra vinsælda á Netinu en yfir sextíu þúsund hafa hlustað á hið umdeilda lag Blautt dansgólf á sjónvarpsvefnum YouTube. Söngvarinn hefur hins vegar brugðist við gagnrýni á textana og þegar hann spilar til að mynda í félagsmiðstöðvum á höfuðborgarsvæðinu er gerð sú krafa að öllu klúru orðbragði sé sleppt. „Ég er því búinn að semja nýjan texta við þessi lög og það er ekkert mál fyrir mig," segir Júlí. Söngvarinn var hluti af siguratriði Borgarholtsskóla í Söngkeppni framhaldsskólanna. Og hefur haft nóg fyrir stafni. „Þetta hefur gengið alveg ljómandi vel, það er ótrúlega mikið í gangi. Ég er að fara að spila úti um allt land í sumar og hugsanlega verður farið að vinna í plötu í ágúst sem síðan kemur vonandi út í október," segir Júlí. Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Ég var alls ekki sáttur við þetta og fannst þetta einum of mikið af hinu góða," segir poppstjarnan Júlí Heiðar sem var vaktaður af lögreglu og barnaverndaryfirvöldum á tónleikum hans á Apótekinu í febrúar. Tónleikarnir voru aldursskiptir og voru fulltrúarnir viðstaddir tónleikana fyrir yngstu aðdáendurna. Að sögn Gunnars Traustasonar, eiganda Apóteksins, var þetta algjört frumskilyrði fyrir því að umræddir tónleikar yrðu haldnir og að Júlí myndi ekki flytja sinn þekktasta slagara, Blautt dansgólf, með upprunalegum texta. Að sögn Gunnars höfðu nokkrir foreldrar haft samband og lýst yfir áhyggjum sínum að lög og textar Júlí gætu sært blygðunarkennd yngstu tónleikagestanna. Júlí Heiðar sagði í samtali við Fréttablaðið að honum þætti þetta fulllangt gengið. „Ég hef enda ekki lent í þessu aftur. Ég var alls ekki sáttur við þetta, það er ekkert klám í gangi heldur eru þetta bara textar sem síðan eru spilaðir í útvarpinu," útskýrir Júlí. Hann segist sjálfur vera fyllilega meðvitaður um að textarnir sem hann syngur séu grófir. „Enda tók ég mér smá umhugsunarfrest áður en ég söng þessi lög. Þetta var upphaflega hugsað sem eitthvert grín og þá á kostnað allra þessara erlendu laga sem innihalda svipað orðfæri. Ég nefni til dæmis Rude Boy með Rihönnu því ef maður spáir aðeins í þann texta þá er hann ótrúlega grófur. Textarnir sem ég syng eru því bara í samræmi við þá hefð," segir Júlí Heiðar. Þótt engin plata með Júlí Heiðari hafi litið dagsins ljós þá nýtur söngvarinn feikilegra vinsælda á Netinu en yfir sextíu þúsund hafa hlustað á hið umdeilda lag Blautt dansgólf á sjónvarpsvefnum YouTube. Söngvarinn hefur hins vegar brugðist við gagnrýni á textana og þegar hann spilar til að mynda í félagsmiðstöðvum á höfuðborgarsvæðinu er gerð sú krafa að öllu klúru orðbragði sé sleppt. „Ég er því búinn að semja nýjan texta við þessi lög og það er ekkert mál fyrir mig," segir Júlí. Söngvarinn var hluti af siguratriði Borgarholtsskóla í Söngkeppni framhaldsskólanna. Og hefur haft nóg fyrir stafni. „Þetta hefur gengið alveg ljómandi vel, það er ótrúlega mikið í gangi. Ég er að fara að spila úti um allt land í sumar og hugsanlega verður farið að vinna í plötu í ágúst sem síðan kemur vonandi út í október," segir Júlí.
Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira