Lífið

Spáir ekki í Simpson

Nick Lachey er ekkert að spá í þá tilviljun að fyrrverandi eiginkona hans hafi trúlofað sig tæpri viku á eftir honum. nordicphotos/getty
Nick Lachey er ekkert að spá í þá tilviljun að fyrrverandi eiginkona hans hafi trúlofað sig tæpri viku á eftir honum. nordicphotos/getty
Nick Lachey, fyrrverandi eiginmaður söngkonunnar Jessicu Simpson, er nú trúlofaður kærustu sinni, sjónvarpsstjörnunni Vanessu Minnillo. Stuttu eftir að trúlofun Lachey og Minnillo var gerð opinber lýsti Simpson því yfir að hún væri einnig trúlofuð sínum kærasta. Lachey segist þó lítið hafa velt sér upp úr þessari tilviljun.

„Ég hef í raun ekkert um þetta að segja. Tímasetningin kemur mér ekki við,“ sagði hann í viðtali við USA Today. Þegar Lachey var spurður hvernig sambandið við unnustuna gengi nú þegar þau væru trúlofuð svaraði hann: „Við erum í það minnsta enn lofuð hvort öðru.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.