Innlent

Búseta ræður 45% skólaplássa

Katrín jakobsdóttir
Segir að ekki sé hægt að verða við óskum allra umsækjenda og því verði að grípa til stýrandi aðgerða til að tryggja öllum skólavist.
fréttablaðið/daníel
Katrín jakobsdóttir Segir að ekki sé hægt að verða við óskum allra umsækjenda og því verði að grípa til stýrandi aðgerða til að tryggja öllum skólavist. fréttablaðið/daníel
Alls fengu 82 prósent nemenda í framhaldsskólum pláss í skóla sem þeir settu í fyrsta val og 95 prósent pláss í skóla í fyrsta eða öðru vali. Breytt fyrirkomulag verður við úthlutun plássa í ár, en 45 prósent þeirra fara til nýnema sem búa í nágrenni skóla, uppfylli þeir inntökuskilyrði.

Það fyrirkomulag hefur verið nokkuð gagnrýnt og fullyrðir Pressan að lögmaður kanni nú hvort hverfaskiptingin verði kærð, enda sé hvorki kveðið á um hana í lögum né reglugerð.

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir að þegar horft sé til þess að landið sé eitt innritunarsvæði og fræðsluskyldunnar, en nú eiga allir undir 18 ára aldri rétt á skólavist í framhaldsskóla, hafi ekki verið hjá því komist að byggja að einhverju leyti á því að nemendur ættu forgang eftir búsetu í almennt nám. Það sé málefnalegt og stuðli að því að tryggja öllum skólavist.

Katrín segir að samið sé um verklag við hvern og einn skóla og gert sé ráð fyrir kröfu um að 45 prósent plássa ráðist eftir búsetu í þeim samningum. Fjárveitingar og aðstæður geri það að verkum að ekki sé unnt að verða við öllum óskum og því verði að grípa til einhverra stýrandi aðgerða til að veita öllum skólavist.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×