Innlent

Snarráðir lögreglumenn slökktu í gasgrilli

Snarráðir lögreglumenn á Akureyri slökktu með handslökkvitæki eld, sem kviknað hafði í gasgrilli á svölum á annari hæð fjölbýlishúss í Giljahverfi í bænum í gærkvöldi.

Eldurinn kviknaði í leiðslu á milli gaskútsins og grillsins, og kölluðu húsráðendur eftir hjálp. Hættan var liðin hjá þegar slökkviliðið kom á vettvang, en slökkviliðsmenn aftengdu búnaðinn og ekkert varð af grillveislunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×