Innlent

Flugmaður í vandræðum

Flugmaður á eins hreyfils flugvél, sem var á leið til landsins í gærkvöldi frá Grænlandi, tilkynnti um að olíuþrýstingur væri fallinn á mótornum og að hann væri í hættu staddur.

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem var að koma af æfingu, var sett í viðbragðsstöðu, en eftir samtöl flugmanns við flugvirkja á jörðu niðri kom í ljós að aðeins olíuþrýstimælirinn var bilaður og lenti vélin hér heilu og höldnu nokkru síðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×