Innlent

Gunnar Einarsson áfram bæjarstjóri í Garðabæ

Meðfylgjandi mynd er tekin á fyrsta fundi bæjarstjórnar. 
Á henni eru frá vinstri:
Erling Ásgeirsson bæjarfulltrúi, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Guðjón E. Friðriksson bæjarritari og bæjarfulltrúarnir Steinþór Einarsson, Ragný Þóra Guðjohnsen, Sturla Þorsteinsson, Stefán Snær Konráðsson og Áslaug Hulda Jónsdóttir.
Meðfylgjandi mynd er tekin á fyrsta fundi bæjarstjórnar. Á henni eru frá vinstri: Erling Ásgeirsson bæjarfulltrúi, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Guðjón E. Friðriksson bæjarritari og bæjarfulltrúarnir Steinþór Einarsson, Ragný Þóra Guðjohnsen, Sturla Þorsteinsson, Stefán Snær Konráðsson og Áslaug Hulda Jónsdóttir.

Bæjarstjórn Garðabæjar kom saman til fyrsta fundar miðvikudaginn 16. júní 2010 í ráðhúsinu við Garðatorg. Í bæjarstjórn eru sjö bæjarfulltrúar og þar af eru þrír nýir bæjarfulltrúar. Í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru 29. maí sl. voru úrslit kosninganna í Garðabæ á þá vegu að fimm bæjarfulltrúar koma frá D-lista Sjálfstæðisflokks, einn bæjarfulltrúi kemur frá M-lista Fólksins í bænum og einn bæjarfulltrúi er frá S-lista Samfylkingar.

Í bæjarstjórn Garðabæjar sitja:

Áslaug Hulda Jónsdóttir (D)

Páll Hilmarsson (D)

Stefán Snær Konráðsson (D)

Ragný Þóra Guðjohnsen (M)

Sturla Þorsteinsson (D)

Steinþór Einarsson (S)

Erling Ásgeirsson (D)

Erling Ásgeirsson sem á að baki lengstu setu í bæjarstjórn setti fyrsta fund bæjarstjórnar. Í upphafi fundar minntust bæjarfulltrúar sr. Braga Friðrikssonar, heiðursborgara Garðabæjar, sem var jarðsettur frá Vídalínskirkju 8. júní sl.

Á fundinum var kosið í embætti, nefndir og ráð á vegum bæjarstjórnar. Gunnar Einarsson var áfram ráðinn bæjarstjóri til næstu fjögurra ára á fundinum. Á bæjarstjórnarfundinum var Áslaug Hulda Jónsdóttir kjörinn forseti bæjarstjórnar til eins árs. Einnig var kosið í bæjarráð Garðabæjar sem er skipað þrem bæjarfulltrúum.

Í bæjarráð Garðabæjar voru kjörnir:

Erling Ásgeirsson, Stefán Snær Konráðsson og Ragný Þóra Guðjohnsen

Formenn nefnda til fjögurra ára voru kjörnir:

Atvinnu- og tækniþróunarnefnd: Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir

Byggingarnefnd: Jón Benediktsson

Forvarnanefnd: Jóna Sæmundsdóttir

Fjölskylduráð: Sturla Þorsteinsson

Íþrótta- og tómstundaráð: Sigurður Guðmundsson

Leikskólanefnd: Lúðvík Örn Steinarsson

Menningar- og safnanefnd: Áslaug Hulda Jónsdóttir

Nefnd um málefni eldri borgara: Ingibjörg Hauksdóttir

Skipulagsnefnd: Stefán Konráðsson

Skólanefnd grunnskóla: Páll Hilmarsson

Skólanefnd tónlistarskóla: Hrafnkell Pálmarsson

Umhverfisnefnd: Júlía Ingvarsdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×