Innlent

Gengistryggð bílalán dæmd ólögmæt

Gengistryggð bílalán hafa verið dæmd ólögmæt og óheimil í Hæstarétti Íslands. Skuldbindingarnar teljast hafa verið í íslenskum krónum og því falla þau undi bann við gengistryggingu. Dómurinn var kveðinn upp í dag en málin voru tvö og vörðuðu bílalán frá fyrirtækjunum Lýsingu hf. og SP-fjármögnun.

Áður hafði héraðsdómur fellt dóma í málunum og komist að sitt hvorri niðurstöðunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×