Umfjöllun: Þrumufleygur Almars skilaði sigri gegn Skotum Henry Birgir Gunnarsson á Laugardalsvelli skrifar 7. október 2010 16:01 Jóhann Berg Guðmundsson skoraði fyrir Ísland í kvöld. Mynd/Valli Íslenska U-21 árs liðið fer með eins marks forskot til Skotlands eftir 2-1 sigur á Skotum í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna í umspili um laust sæti á lokakeppni EM. Íslenska liðið byrjaði leikinn með miklum látum í kvöld. Mikill kraftur í liðinu sem sótti án afláts. Þegar markið lá í loftinu urðu Hólmari Erni Eyjólfssyni á skelfileg mistök sem leiddu til þess að Skotar komust yfir með fyrsta skoti sínu í leiknum. Saklaus skalli kom í átt að Hólmari sem hitti ekki boltann. Jamie Murphy komst einn í gegn og skoraði með skoti á nærstöng. Arnar Darri hreyfði sig ekki í markinu og hefði líklega átt að gera betur. Strákarnir létu markið ekki slá sig út af laginu. Héldu áfram að sækja og það bar að lokum árangur. Birkir átti þá magnaðan sprett upp hægri vænginn. Gaf boltann fyrir, Skotar hreinsuðu frá en fyrir utan teiginn beið Jóhann Berg Guðmundsson. Hann tók boltann viðstöðulaust og skoraði með frábæru skoti. 1-1. Það var augljóslega þungu fargi létt af strákunum við að skora markið langþráða. Í stað þess að láta kné fylgja kviði fóru strákarnir að slaka fullmikið á og krafturinn sem var í liðinu áður var horfinn. Sóknarleikurinn hægur, bitlaus, menn að nota allt of margar snertingar á boltann og vel skipulögð vörn Skota réð auðveldlega við verkefnið. Það virtist stefna í 1-1 jafntefli þegar varamaðurinn Almarr Ormarsson skoraði sigurmark leiksins með sannkölluðum þrumufleyg. Hann fékk boltann fyrir utan teig, lét vaða og hitti boltann fullkomlega því hann söng efst í markhorninu. Algjörlega óverjandi. 2-1 staða fyrir seinni leikinn sem er viðkvæm staða. Íslensku strákarnir hefðu getað gert betur gegn liði sem er augljóslega lakara þó svo það sé vel skipulagt. Þetta íslenska lið er þó það öflugt að það getur vel unnið síðari leikinn en þá mun reyna á karakter og taugar leikmanna. Ísland-Skotland 2-10-1 Jamie Murphy (19.) 1-1 Jóhann Berg Guðmundsson (34.) 2-1 Almarr Ormarsson (78.) Áhorfendur: 7.255 Dómari: Hendrikus Bas Nijhus (Holland) 6. Skot (á mark): 15-5 (8-2) Varin skot: Arnar 1 - Martin 6 Horn: 6-2 Aukaspyrnur fengnar: 10-10 Rangstöður: 4-3 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Ísland U-21 - Skotland U-21. Fótbolti Tengdar fréttir Bjarni Þór: Hefðum átt að skjóta meira „Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að vinna þennan leik. Það tók okkur smá tíma að leysa varnarvinnuna hjá Skotum og vorum ekki nógu fljótir að dæla boltanum út á kantana en um leið og það gekk upp þá opnaðist leikurinn,“ sagði fyrirliðinn Bjarni Þór Viðarsson þegar 2-1 sigur var í höfn. 7. október 2010 22:59 Eyjólfur: Erum að leika skemmtilega knattspyrnu Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U-21 liðs Íslands, var ánægður með 2-1 sigur liðsins á Skotum í kvöld. Liðið lék oft á tíðum frábærlega gegn skipulögðum Skotum sem léku aftarlega á vellinum. 7. október 2010 23:05 Hjörtur Logi: Frábær mörk enda með frábæra sóknarmenn „Við vissum að þetta yrði mjög erfiður leikur og fengum á okkur slæmt mark. Okkur tókst með mikilli þolinmæði að ná yfirhöndinni. Þetta var góður sigur,“ sagði Hjörtur Logi Valgarðsson eftir góðan sigur Íslands á Skotum á Laugardalsvelli í kvöld. 7. október 2010 22:58 Aron Einar: Mæta í pilsum með leiðindi „Þetta var glæsilegur sigur og það eru allir Íslendingar sem standa með okkur,“ sagði Aron Einar Gunnarsson sem átti góðan leik á miðjunni hjá íslenska liðinu. 7. október 2010 23:00 Gylfi Þór: Erum betri í fótbolta en Skotar „Það tók smá tíma fyrir okkur að brjóta upp skosku vörnina en við höfðum alltaf trú á því að við myndum taka þetta á heimavelli fyrir framan alla þessa áhorfendur,“ sagði Gylfi Þór Sigursson í leiklok eftir sigur U-21 landsliðsins gegn Skotum á Laugardalsvelli í kvöld. 7. október 2010 22:56 Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Sjá meira
Íslenska U-21 árs liðið fer með eins marks forskot til Skotlands eftir 2-1 sigur á Skotum í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna í umspili um laust sæti á lokakeppni EM. Íslenska liðið byrjaði leikinn með miklum látum í kvöld. Mikill kraftur í liðinu sem sótti án afláts. Þegar markið lá í loftinu urðu Hólmari Erni Eyjólfssyni á skelfileg mistök sem leiddu til þess að Skotar komust yfir með fyrsta skoti sínu í leiknum. Saklaus skalli kom í átt að Hólmari sem hitti ekki boltann. Jamie Murphy komst einn í gegn og skoraði með skoti á nærstöng. Arnar Darri hreyfði sig ekki í markinu og hefði líklega átt að gera betur. Strákarnir létu markið ekki slá sig út af laginu. Héldu áfram að sækja og það bar að lokum árangur. Birkir átti þá magnaðan sprett upp hægri vænginn. Gaf boltann fyrir, Skotar hreinsuðu frá en fyrir utan teiginn beið Jóhann Berg Guðmundsson. Hann tók boltann viðstöðulaust og skoraði með frábæru skoti. 1-1. Það var augljóslega þungu fargi létt af strákunum við að skora markið langþráða. Í stað þess að láta kné fylgja kviði fóru strákarnir að slaka fullmikið á og krafturinn sem var í liðinu áður var horfinn. Sóknarleikurinn hægur, bitlaus, menn að nota allt of margar snertingar á boltann og vel skipulögð vörn Skota réð auðveldlega við verkefnið. Það virtist stefna í 1-1 jafntefli þegar varamaðurinn Almarr Ormarsson skoraði sigurmark leiksins með sannkölluðum þrumufleyg. Hann fékk boltann fyrir utan teig, lét vaða og hitti boltann fullkomlega því hann söng efst í markhorninu. Algjörlega óverjandi. 2-1 staða fyrir seinni leikinn sem er viðkvæm staða. Íslensku strákarnir hefðu getað gert betur gegn liði sem er augljóslega lakara þó svo það sé vel skipulagt. Þetta íslenska lið er þó það öflugt að það getur vel unnið síðari leikinn en þá mun reyna á karakter og taugar leikmanna. Ísland-Skotland 2-10-1 Jamie Murphy (19.) 1-1 Jóhann Berg Guðmundsson (34.) 2-1 Almarr Ormarsson (78.) Áhorfendur: 7.255 Dómari: Hendrikus Bas Nijhus (Holland) 6. Skot (á mark): 15-5 (8-2) Varin skot: Arnar 1 - Martin 6 Horn: 6-2 Aukaspyrnur fengnar: 10-10 Rangstöður: 4-3 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Ísland U-21 - Skotland U-21.
Fótbolti Tengdar fréttir Bjarni Þór: Hefðum átt að skjóta meira „Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að vinna þennan leik. Það tók okkur smá tíma að leysa varnarvinnuna hjá Skotum og vorum ekki nógu fljótir að dæla boltanum út á kantana en um leið og það gekk upp þá opnaðist leikurinn,“ sagði fyrirliðinn Bjarni Þór Viðarsson þegar 2-1 sigur var í höfn. 7. október 2010 22:59 Eyjólfur: Erum að leika skemmtilega knattspyrnu Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U-21 liðs Íslands, var ánægður með 2-1 sigur liðsins á Skotum í kvöld. Liðið lék oft á tíðum frábærlega gegn skipulögðum Skotum sem léku aftarlega á vellinum. 7. október 2010 23:05 Hjörtur Logi: Frábær mörk enda með frábæra sóknarmenn „Við vissum að þetta yrði mjög erfiður leikur og fengum á okkur slæmt mark. Okkur tókst með mikilli þolinmæði að ná yfirhöndinni. Þetta var góður sigur,“ sagði Hjörtur Logi Valgarðsson eftir góðan sigur Íslands á Skotum á Laugardalsvelli í kvöld. 7. október 2010 22:58 Aron Einar: Mæta í pilsum með leiðindi „Þetta var glæsilegur sigur og það eru allir Íslendingar sem standa með okkur,“ sagði Aron Einar Gunnarsson sem átti góðan leik á miðjunni hjá íslenska liðinu. 7. október 2010 23:00 Gylfi Þór: Erum betri í fótbolta en Skotar „Það tók smá tíma fyrir okkur að brjóta upp skosku vörnina en við höfðum alltaf trú á því að við myndum taka þetta á heimavelli fyrir framan alla þessa áhorfendur,“ sagði Gylfi Þór Sigursson í leiklok eftir sigur U-21 landsliðsins gegn Skotum á Laugardalsvelli í kvöld. 7. október 2010 22:56 Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Sjá meira
Bjarni Þór: Hefðum átt að skjóta meira „Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að vinna þennan leik. Það tók okkur smá tíma að leysa varnarvinnuna hjá Skotum og vorum ekki nógu fljótir að dæla boltanum út á kantana en um leið og það gekk upp þá opnaðist leikurinn,“ sagði fyrirliðinn Bjarni Þór Viðarsson þegar 2-1 sigur var í höfn. 7. október 2010 22:59
Eyjólfur: Erum að leika skemmtilega knattspyrnu Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U-21 liðs Íslands, var ánægður með 2-1 sigur liðsins á Skotum í kvöld. Liðið lék oft á tíðum frábærlega gegn skipulögðum Skotum sem léku aftarlega á vellinum. 7. október 2010 23:05
Hjörtur Logi: Frábær mörk enda með frábæra sóknarmenn „Við vissum að þetta yrði mjög erfiður leikur og fengum á okkur slæmt mark. Okkur tókst með mikilli þolinmæði að ná yfirhöndinni. Þetta var góður sigur,“ sagði Hjörtur Logi Valgarðsson eftir góðan sigur Íslands á Skotum á Laugardalsvelli í kvöld. 7. október 2010 22:58
Aron Einar: Mæta í pilsum með leiðindi „Þetta var glæsilegur sigur og það eru allir Íslendingar sem standa með okkur,“ sagði Aron Einar Gunnarsson sem átti góðan leik á miðjunni hjá íslenska liðinu. 7. október 2010 23:00
Gylfi Þór: Erum betri í fótbolta en Skotar „Það tók smá tíma fyrir okkur að brjóta upp skosku vörnina en við höfðum alltaf trú á því að við myndum taka þetta á heimavelli fyrir framan alla þessa áhorfendur,“ sagði Gylfi Þór Sigursson í leiklok eftir sigur U-21 landsliðsins gegn Skotum á Laugardalsvelli í kvöld. 7. október 2010 22:56